Sif Atla: Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru fyrir mína kynslóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 10:00 Sif Atladóttir ætlar að njóta tímans á þessu Evrópumóti og mæti skælbrosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina í gær. Vísir/Vilhelm Margar af yngri leikmönnum íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í dag voru komnar ungar út í atvinnumennsku og reynsluboltinn Sif Atladóttir er sannfærð um að það muni hjálpa þeim á stóra sviðinu á EM kvenna í Englandi. Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira