Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Halldór Kári Sigurðarson skrifar 8. júlí 2022 08:01 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. Áhugafólk um fasteignamarkaðinn er orðið ónæmt fyrir slíkum tölum en þó er vert að nefna að árshækkunartakturinn hefur ekki verið hærri síðan 2005 að nafnvirði en þá fór hann hæst í rúmlega 40%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Síðan kaupsamningarnir á bakvið verðhækkanir í maí voru undirritaðir hefur Seðlabankinn hins vegar gripið í handbremsuna. Um miðjan júní dró fjármálastöðugleikanefnd töluvert úr aðgengi að lánsfé og 22. júní hækkaði peningastefnunefnd stýrivexti um 100 punkta og standa stýrivextir nú í 4,75%. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í vikunni kom fram að einn nefndarmanna, Gylfi Zoëga, hefði viljað hækka stýrivexti um 125 punkta og að nefndin teldi líklegt að herða þyrfti taumhald peningastefnunnar enn frekar. Þá kom fram í fundargerð fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði gæti verið til staðar. Af öllu þessu er ljóst að Seðlabankinn hefur þó nokkrar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp og á eftir að grípa til frekari aðgerða til að kæla markaðinn. Næsta vaxtaákvörðun er 24. ágúst en of snemmt er að segja til um hversu mikið vextir verða hækkaðir þá. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Áhrifin af aðgerðum Seðlabankans eru ekki komin fram en þær koma til með að snöggkæla markaðinn í haust. Í nýbirtum hagvísum Seðlabankans má þó sjá að vanskil heimila gagnvart stóru bönkunum þremur eru í sögulegu lágmarki. Það er verulega jákvætt að vera að koma af svo sterkum grunni en það er hins vegar viðbúið að vanskilahlutfallið muni hækka í haust og áfram á fyrri hluta næsta árs. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Sá hópur sem kemur til með að finna hvað mest fyrir aðgerðum Seðlabankans eru fyrstu kaupendur með óverðtryggða breytilega vexti. Í nýjust fundargerð fjármálastöðugleikanefndar kom fram að greiðslubyrðarhlutfall fyrstu kaupenda hafði hækkað þó nokkuð og var að meðaltali næstum 30% á fyrsta fjórðungi. Vert er að hafa í huga að síðan þá hafa stýrivextir hækkað úr 2,75% í 4,75%. Horft fram á við má vænta þess að eftir 2-3 mánuði muni húsnæðisverðshækkanir vera mjög takmarkaðar og undirritaður telur að raunverðslækkanir séu líklegri en ekki. Megindrifkrafturinn á bakvið væntanlega snöggkælingu markaðarins eru aðgerðir Seðlabankans en einnig má nefna aukið framboð. Nú um mundir eru um 780 íbúðir (þar með talið sérbýli) til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem er um helmingi meira en þegar framboðið var hvað minnst í febrúar sl. Það þýðir að þrátt fyrir að aldrei hafi hærra hlutfall selst yfir ásettu verði og að meðalsölutími hafi aldrei verið styttri eru íbúðir samt að koma hraðar inn á markaðinn en þær eru að seljast. Af öllu þessu er ljóst að heitasti markaður landsins er á leiðinni í kalda sturtu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Halldór Kári Sigurðarson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. Áhugafólk um fasteignamarkaðinn er orðið ónæmt fyrir slíkum tölum en þó er vert að nefna að árshækkunartakturinn hefur ekki verið hærri síðan 2005 að nafnvirði en þá fór hann hæst í rúmlega 40%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Síðan kaupsamningarnir á bakvið verðhækkanir í maí voru undirritaðir hefur Seðlabankinn hins vegar gripið í handbremsuna. Um miðjan júní dró fjármálastöðugleikanefnd töluvert úr aðgengi að lánsfé og 22. júní hækkaði peningastefnunefnd stýrivexti um 100 punkta og standa stýrivextir nú í 4,75%. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í vikunni kom fram að einn nefndarmanna, Gylfi Zoëga, hefði viljað hækka stýrivexti um 125 punkta og að nefndin teldi líklegt að herða þyrfti taumhald peningastefnunnar enn frekar. Þá kom fram í fundargerð fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði gæti verið til staðar. Af öllu þessu er ljóst að Seðlabankinn hefur þó nokkrar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp og á eftir að grípa til frekari aðgerða til að kæla markaðinn. Næsta vaxtaákvörðun er 24. ágúst en of snemmt er að segja til um hversu mikið vextir verða hækkaðir þá. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Áhrifin af aðgerðum Seðlabankans eru ekki komin fram en þær koma til með að snöggkæla markaðinn í haust. Í nýbirtum hagvísum Seðlabankans má þó sjá að vanskil heimila gagnvart stóru bönkunum þremur eru í sögulegu lágmarki. Það er verulega jákvætt að vera að koma af svo sterkum grunni en það er hins vegar viðbúið að vanskilahlutfallið muni hækka í haust og áfram á fyrri hluta næsta árs. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Sá hópur sem kemur til með að finna hvað mest fyrir aðgerðum Seðlabankans eru fyrstu kaupendur með óverðtryggða breytilega vexti. Í nýjust fundargerð fjármálastöðugleikanefndar kom fram að greiðslubyrðarhlutfall fyrstu kaupenda hafði hækkað þó nokkuð og var að meðaltali næstum 30% á fyrsta fjórðungi. Vert er að hafa í huga að síðan þá hafa stýrivextir hækkað úr 2,75% í 4,75%. Horft fram á við má vænta þess að eftir 2-3 mánuði muni húsnæðisverðshækkanir vera mjög takmarkaðar og undirritaður telur að raunverðslækkanir séu líklegri en ekki. Megindrifkrafturinn á bakvið væntanlega snöggkælingu markaðarins eru aðgerðir Seðlabankans en einnig má nefna aukið framboð. Nú um mundir eru um 780 íbúðir (þar með talið sérbýli) til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem er um helmingi meira en þegar framboðið var hvað minnst í febrúar sl. Það þýðir að þrátt fyrir að aldrei hafi hærra hlutfall selst yfir ásettu verði og að meðalsölutími hafi aldrei verið styttri eru íbúðir samt að koma hraðar inn á markaðinn en þær eru að seljast. Af öllu þessu er ljóst að heitasti markaður landsins er á leiðinni í kalda sturtu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun