Kaup Musks á Twitter sögð „í hættu“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2022 23:29 Elon Musk og hans fólk segir ekki hægt að meta raunverulegt verðmæti Twitter án frekari upplýsinga um falska reikninga og botta. EPA/ALEXANDER BECHER Kaup auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru sögð í hættu. Musk heldur því fram að ekki sé hægt að sannreyna tölur Twitter um fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum og er auðjöfurinn sagður vera hættur viðræðum um fjármögnun kaupanna. Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fjöldi þessara reikninga samsvari um fimm prósentum af um 230 milljónum daglegum notendum samfélagsmiðilsins. Musk hefur dregið það í efa og sakað Twitter um að veita sér ekki nægjanlega góðar upplýsingar. Auðjöfurinn lýsti því yfir í maí að kaupin væru í bið, vegna skorts á upplýsingum um botta og falska reikninga. Flestir slíkir reikningar ganga út á að kynna rafmyntir eða klám og forstjóri Twitter sagði fyrr á árinu að um fimm hundruð þúsund slíkum væri eytt á degi hverjum. Sjá einnig: Musk segir Twitter-kaupin í bið Musk og hans fólk segir ekki hægt að meta raunverulegt verðmæti Twitter án þessara upplýsinga. Í frétt Washington Post er gefið í skyn að Musk gæti reynt að hætta við kaupin. Einn heimildarmaður WP úr búðum Musks segir forsvarsmenn Twitter ekki hafa verið samstarfsfúsa. Musk hefur þó þegar skrifað undir kaupsamning um að kaupa fyrirtækið á 44 milljarða dala. Í samningunum er ákvæði um að hann geti ekki hætt við nema eitthvað mikið komi upp og samkvæmt sérfræðingum sem WP ræddi við þykir ólíklegt að skortur á upplýsingum um botta dugi þar til. Forsvarsmenn Twitter hafa sagt að þeir vilji að gengið verði frá kaupunum, þrátt fyrir að þeir hafi barist gegn Musk til að byrja með. Jafnvel þó Musk takist að sannfæra dómara um fella kaupsamninginn niður gæti hann þurft að greiða Twitter einn milljarð dala. Allt frá því hann gerði upprunalegt kauptilboð sitt í Twitter hafa verið uppi efasemdir um að Musk hafi raunverulega ætlað sér að kaupa samfélagsmiðilinn. Stærstur hluti auðæfa hans er bundinn í hlutabréfum og hafa lækkanir á mörkuðum komið niður á sjóðum hans. Þá hefur virði Twitter einnig lækkað og hefur það að hluta til verið rakið til ummæla Musks. Twitter Tesla SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7. júlí 2022 08:52 Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn. 21. júní 2022 09:13 Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Verkfræðingar og vísindamenn SpaceX mega halda áfram tilraunum sínum með geimfarið Starship í Suður-Flórída. Tilraunirnar voru stöðvaðar á meðan umhverfismat fór fram. Framkvæmd matsins dróst verulega á langinn. 14. júní 2022 14:52 Gígaverksmiðja Tesla í Berlín framleiðir 1000 Model Y á einni viku Tesla hefur formlega staðfest að Gígaverkmskiðan í Grünheide við Berlín hefur afrekað að framleiða 1000 Model Y bíla á einni viku. 20. júní 2022 07:01 Musk og fyrirtækjum hans stefnt vegna pýramídasvindls með rafmynt Fjárfestir í rafmyntinni Dogecoin stefndi Elon Musk, rafbílaframleiðandanum Tesla og og geimferðafyrirtækinu SpaceX vegna meints pýramídasvindls með myntina í dag. Hann krefst 258 milljarða króna frá Musk og fyrirtækjum hans. 16. júní 2022 20:16 Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fjöldi þessara reikninga samsvari um fimm prósentum af um 230 milljónum daglegum notendum samfélagsmiðilsins. Musk hefur dregið það í efa og sakað Twitter um að veita sér ekki nægjanlega góðar upplýsingar. Auðjöfurinn lýsti því yfir í maí að kaupin væru í bið, vegna skorts á upplýsingum um botta og falska reikninga. Flestir slíkir reikningar ganga út á að kynna rafmyntir eða klám og forstjóri Twitter sagði fyrr á árinu að um fimm hundruð þúsund slíkum væri eytt á degi hverjum. Sjá einnig: Musk segir Twitter-kaupin í bið Musk og hans fólk segir ekki hægt að meta raunverulegt verðmæti Twitter án þessara upplýsinga. Í frétt Washington Post er gefið í skyn að Musk gæti reynt að hætta við kaupin. Einn heimildarmaður WP úr búðum Musks segir forsvarsmenn Twitter ekki hafa verið samstarfsfúsa. Musk hefur þó þegar skrifað undir kaupsamning um að kaupa fyrirtækið á 44 milljarða dala. Í samningunum er ákvæði um að hann geti ekki hætt við nema eitthvað mikið komi upp og samkvæmt sérfræðingum sem WP ræddi við þykir ólíklegt að skortur á upplýsingum um botta dugi þar til. Forsvarsmenn Twitter hafa sagt að þeir vilji að gengið verði frá kaupunum, þrátt fyrir að þeir hafi barist gegn Musk til að byrja með. Jafnvel þó Musk takist að sannfæra dómara um fella kaupsamninginn niður gæti hann þurft að greiða Twitter einn milljarð dala. Allt frá því hann gerði upprunalegt kauptilboð sitt í Twitter hafa verið uppi efasemdir um að Musk hafi raunverulega ætlað sér að kaupa samfélagsmiðilinn. Stærstur hluti auðæfa hans er bundinn í hlutabréfum og hafa lækkanir á mörkuðum komið niður á sjóðum hans. Þá hefur virði Twitter einnig lækkað og hefur það að hluta til verið rakið til ummæla Musks.
Twitter Tesla SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7. júlí 2022 08:52 Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn. 21. júní 2022 09:13 Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Verkfræðingar og vísindamenn SpaceX mega halda áfram tilraunum sínum með geimfarið Starship í Suður-Flórída. Tilraunirnar voru stöðvaðar á meðan umhverfismat fór fram. Framkvæmd matsins dróst verulega á langinn. 14. júní 2022 14:52 Gígaverksmiðja Tesla í Berlín framleiðir 1000 Model Y á einni viku Tesla hefur formlega staðfest að Gígaverkmskiðan í Grünheide við Berlín hefur afrekað að framleiða 1000 Model Y bíla á einni viku. 20. júní 2022 07:01 Musk og fyrirtækjum hans stefnt vegna pýramídasvindls með rafmynt Fjárfestir í rafmyntinni Dogecoin stefndi Elon Musk, rafbílaframleiðandanum Tesla og og geimferðafyrirtækinu SpaceX vegna meints pýramídasvindls með myntina í dag. Hann krefst 258 milljarða króna frá Musk og fyrirtækjum hans. 16. júní 2022 20:16 Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7. júlí 2022 08:52
Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn. 21. júní 2022 09:13
Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Verkfræðingar og vísindamenn SpaceX mega halda áfram tilraunum sínum með geimfarið Starship í Suður-Flórída. Tilraunirnar voru stöðvaðar á meðan umhverfismat fór fram. Framkvæmd matsins dróst verulega á langinn. 14. júní 2022 14:52
Gígaverksmiðja Tesla í Berlín framleiðir 1000 Model Y á einni viku Tesla hefur formlega staðfest að Gígaverkmskiðan í Grünheide við Berlín hefur afrekað að framleiða 1000 Model Y bíla á einni viku. 20. júní 2022 07:01
Musk og fyrirtækjum hans stefnt vegna pýramídasvindls með rafmynt Fjárfestir í rafmyntinni Dogecoin stefndi Elon Musk, rafbílaframleiðandanum Tesla og og geimferðafyrirtækinu SpaceX vegna meints pýramídasvindls með myntina í dag. Hann krefst 258 milljarða króna frá Musk og fyrirtækjum hans. 16. júní 2022 20:16
Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07
Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01