Skotárásin í Japan: „Það eru allir í sjokki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 12:32 Thelma Rún Heimisdóttir hefur búið í Tókýó í átta ár en hún starfar sem framleiðandi. vísir/aðsend Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lést af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Íbúi í Japan segir japönsku þjóðina í áfalli enda skotárásir mjög fátíðar í landinu. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“ Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“
Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira