Spánverjar komu til baka og sigruðu Finna Atli Arason skrifar 8. júlí 2022 18:00 Mapi Leon lagði upp tvö mörk fyrir Spánverja í dag. Hér er hún í baráttunni við markaskorara Finna, Lindu Sallstrom. Getty Images Spánn er komið á topp B-riðils á EM í Englandi eftir 4-1 sigur á Finnum í fyrstu umferð riðilsins. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Spánverja sem lentu undir strax á fyrstu mínútu. Anna Wasterlund, varnarmaður Finna, á þá langa sendingu fyrir aftan miðlínu sem fer í gegnum miðja vörn Spánverja og beint á Lindu Sallstrom sem klárar snyrtilega í fjærhornið, stöngin og inn. Spánverjar jafna á 26. mínútu þegar fyrirliðinn Irene Paredes stangar knöttinn í netið eftir hornspyrnu Mariona Caldentey. Spánn kemst svo yfir rétt fyrir hálfleik og aftur eftir skallamark. Mapi Leon á langa sendingu af vinstri væng sem fer beint á kollinn á Aitana Bonmati sem stýrir boltanum áfram í fjærhornið. Óverjandi fyrir Korpela í marki Finnlands. Áfram notuðu þær spænsku höfuðið þegar þær skoruðu þriðja mark sitt á 75. mínútu. Spánn fær aukaspyrna á hægri kant sem Mapi Leon tekur. Boltinn berst á nærstöng þar sem Lucia Garcia rís hæst og kollspyrna hennar endar í netinu. 3-1 fyrir Spán. Caldentey fullkomnar svo góða byrjun Spánverja á Evrópumótinu með marki úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Lokatölur 4-1 fyrir Spán. Spánn er á toppi B-riðils með þrjú stig á meðan Finnar eru á botni riðilsins án stiga. Þýskaland og Danmörk mætast svo seinna í kvöld. pic.twitter.com/oYMrtbhz5g— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Sú besta með slitið krossband og missir af EM Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. 6. júlí 2022 10:30 Sú markahæsta óvænt til Mexíkó og ekki með á EM Spænska landsliðið hefur orðið fyrir miklu höggi í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í Englandi í júlí. Stórstjarnan Jennifer Hermoso verður ekki með liðinu á mótinu og það sem meira er, hún yfirgefur stórlið Barcelona fyrir lið í Mexíkó. 24. júní 2022 09:30
Spánn er komið á topp B-riðils á EM í Englandi eftir 4-1 sigur á Finnum í fyrstu umferð riðilsins. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Spánverja sem lentu undir strax á fyrstu mínútu. Anna Wasterlund, varnarmaður Finna, á þá langa sendingu fyrir aftan miðlínu sem fer í gegnum miðja vörn Spánverja og beint á Lindu Sallstrom sem klárar snyrtilega í fjærhornið, stöngin og inn. Spánverjar jafna á 26. mínútu þegar fyrirliðinn Irene Paredes stangar knöttinn í netið eftir hornspyrnu Mariona Caldentey. Spánn kemst svo yfir rétt fyrir hálfleik og aftur eftir skallamark. Mapi Leon á langa sendingu af vinstri væng sem fer beint á kollinn á Aitana Bonmati sem stýrir boltanum áfram í fjærhornið. Óverjandi fyrir Korpela í marki Finnlands. Áfram notuðu þær spænsku höfuðið þegar þær skoruðu þriðja mark sitt á 75. mínútu. Spánn fær aukaspyrna á hægri kant sem Mapi Leon tekur. Boltinn berst á nærstöng þar sem Lucia Garcia rís hæst og kollspyrna hennar endar í netinu. 3-1 fyrir Spán. Caldentey fullkomnar svo góða byrjun Spánverja á Evrópumótinu með marki úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Lokatölur 4-1 fyrir Spán. Spánn er á toppi B-riðils með þrjú stig á meðan Finnar eru á botni riðilsins án stiga. Þýskaland og Danmörk mætast svo seinna í kvöld. pic.twitter.com/oYMrtbhz5g— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Sú besta með slitið krossband og missir af EM Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. 6. júlí 2022 10:30 Sú markahæsta óvænt til Mexíkó og ekki með á EM Spænska landsliðið hefur orðið fyrir miklu höggi í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í Englandi í júlí. Stórstjarnan Jennifer Hermoso verður ekki með liðinu á mótinu og það sem meira er, hún yfirgefur stórlið Barcelona fyrir lið í Mexíkó. 24. júní 2022 09:30
Sú besta með slitið krossband og missir af EM Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. 6. júlí 2022 10:30
Sú markahæsta óvænt til Mexíkó og ekki með á EM Spænska landsliðið hefur orðið fyrir miklu höggi í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í Englandi í júlí. Stórstjarnan Jennifer Hermoso verður ekki með liðinu á mótinu og það sem meira er, hún yfirgefur stórlið Barcelona fyrir lið í Mexíkó. 24. júní 2022 09:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti