Megum við tala íslensku hérna? Gunnar Björn Björnsson skrifar 8. júlí 2022 13:30 Núna árið 2022 er staðan í þjóðfélaginu okkar orðin stórfurðuleg. Ef við íslendingar hefðum almennt ekki þokkalegan grunn í ensku máli, þá værum við einfaldlega í vandræðum með almenn samskipti eins og að biðja um vöru og þjónustu í okkar eigin heimalandi. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, þetta hefur að gera með mönnunarvanda og þannig er gefinn afsláttur á því að læra íslenskuna sem okkur þykir vonandi öllum vænt um. Það kemur sér vel fyrir flest okkar að hafa enskukunnáttu. Enska er mjög mikilvægt mál víða í heiminum og engin ástæða til að gera lítið úr því. Hins vegar finnst mér alveg drepleiðinlegt að tala ensku á Íslandi, því mér finnst það einfaldlega vera asnalegt. Ég hélt það væri sjálfsögð mannréttindi mín að tala íslensku í mínu heimalandi. Auðvitað þurfa útlendingar að gera ráð fyrir því að það verði töluð íslenska á þessari eyju okkar, að sjálfsögðu! Það á að ekki að vera þeirra hlutverk að stjórna því á hvaða máli við íslendingar tjáum okkur þegar við biðjum um vörur og þjónustu heima hjá okkur. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál. Sumir ætla bara að koma hingað til skamms tíma til að vinna. Aðrir eiga erfitt með að læra málið okkar og þannig mætti halda áfram. En er ekki okkar íslendinga draga línurnar og setja mörk? Við gætum sagt erlenda vinnuaflinu og okkur þætti vænt um að það lærði málið okkar ekki satt? Við gætum hjálpað því betur að læra málið okkar ekki satt? Við getum sjálf kennt því íslenskuna því við tölum hana og skiljum vonandi þokklega ennþá ekki satt? Liggur svona mikið á? Er ekki hægt að hafa íslenskukennslu sem hluta af starfsþjálfun? Er hraðinn kannski það mikill að það er enginn starfsþjálfun? Spyr sá sem ekki veit. Auðvitað verður eyjan okkar aldrei þannig að þeir sem á henni búa tali allir íslensku en þetta er orðin regla frekar en undantekning að maður þurfi að hlusta á „english please“. Það versta við þetta er að það er nánast engin umræða um þessi mál og því mætti halda að okkur íslendingum sé nákvæmlega sama um það hvaða mál við tölum í okkar heimalandi. Höldum áfram að leyfa fólki að vinna hérna sem treystir sér til þess og vil, en við erum fólkið sem búum hérna. Höfundur er tölfræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Núna árið 2022 er staðan í þjóðfélaginu okkar orðin stórfurðuleg. Ef við íslendingar hefðum almennt ekki þokkalegan grunn í ensku máli, þá værum við einfaldlega í vandræðum með almenn samskipti eins og að biðja um vöru og þjónustu í okkar eigin heimalandi. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, þetta hefur að gera með mönnunarvanda og þannig er gefinn afsláttur á því að læra íslenskuna sem okkur þykir vonandi öllum vænt um. Það kemur sér vel fyrir flest okkar að hafa enskukunnáttu. Enska er mjög mikilvægt mál víða í heiminum og engin ástæða til að gera lítið úr því. Hins vegar finnst mér alveg drepleiðinlegt að tala ensku á Íslandi, því mér finnst það einfaldlega vera asnalegt. Ég hélt það væri sjálfsögð mannréttindi mín að tala íslensku í mínu heimalandi. Auðvitað þurfa útlendingar að gera ráð fyrir því að það verði töluð íslenska á þessari eyju okkar, að sjálfsögðu! Það á að ekki að vera þeirra hlutverk að stjórna því á hvaða máli við íslendingar tjáum okkur þegar við biðjum um vörur og þjónustu heima hjá okkur. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál. Sumir ætla bara að koma hingað til skamms tíma til að vinna. Aðrir eiga erfitt með að læra málið okkar og þannig mætti halda áfram. En er ekki okkar íslendinga draga línurnar og setja mörk? Við gætum sagt erlenda vinnuaflinu og okkur þætti vænt um að það lærði málið okkar ekki satt? Við gætum hjálpað því betur að læra málið okkar ekki satt? Við getum sjálf kennt því íslenskuna því við tölum hana og skiljum vonandi þokklega ennþá ekki satt? Liggur svona mikið á? Er ekki hægt að hafa íslenskukennslu sem hluta af starfsþjálfun? Er hraðinn kannski það mikill að það er enginn starfsþjálfun? Spyr sá sem ekki veit. Auðvitað verður eyjan okkar aldrei þannig að þeir sem á henni búa tali allir íslensku en þetta er orðin regla frekar en undantekning að maður þurfi að hlusta á „english please“. Það versta við þetta er að það er nánast engin umræða um þessi mál og því mætti halda að okkur íslendingum sé nákvæmlega sama um það hvaða mál við tölum í okkar heimalandi. Höldum áfram að leyfa fólki að vinna hérna sem treystir sér til þess og vil, en við erum fólkið sem búum hérna. Höfundur er tölfræðingur og framhaldsskólakennari.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun