Jöfn tækifæri til strandveiða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2022 14:01 Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun