Umfjöllun: KA 4-3 ÍBV | Frábært sigurmark skilaði heimasigri í markaleik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. júlí 2022 18:00 Elfar Árni skoraði sigurmarkið KA vann mikilvægan heimasigur á botnliði ÍBV á Akureyri í dag. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og sjö mörk litu dagsins ljós en það var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði sigurmark heimamanna. Það var spenna í loftinu á Akureyri þegar að Eyjamenn mættu í heimsókn á KA svæðið í tólftu umferð Bestu deildarinnar. Fyrirfram var búist við sigri heimamanna enda þeir mun ofar í töflunni með 18 stig í fimmta sæti á meðan ÍBV vermdi botnsætið með fimm stig og engann sigur.+ Það þurfti ekki að bíða lengi eftir því að það myndi draga til tíðinda en strax á 6. mínútu komust gestirnir yfir. Guðjón Orri átti þá langa markspyrnu sem var flikkað áfram. Engin hætta virtist vera á ferðum en þá ákvað Dusan Brkovic að einfaldlega leggja boltann á Sito sem var kominn í pressu. Hann kláraði færið auðveldlega og ÍBV komnir marki yfir. Þessi forysta stóð ekki lengi því einungis sex mínútum síðar, á 12. mínútu skoraði Ívar Örn Árnason með skalla eftir hornspyrnu frá vinstri. Ívar var á fjærstönginni on hnitmiðaður skallinn komst yfir línuna áður en gestunum tókst að bjarga. Á 18. mínútu komust heimamenn í KA svo yfir. Elfar Árni átti þá smekklega sending á Hrannar Björn Steingrímsson sem smellti boltanum fyrir markið á Nökkva Þey Þórisson sem kláraði ágætlega erfiða sending frábærlega í hægra hornið. 2-1 og ekki liðnar tuttugu mínútur. Það var svo einmitt á 20. mínútu sem heimamenn jöfnuðu. Hrannar Björn fékk þá boltann í höndina eftir hornspyrnu og dæmt víti. Virkilega klaufalegt hjá Hrannari og vítaspyrnan réttilega dæmd. Sito tók spyrnuna og gerði engin mistök. 2-2 og þvílíkt fjör. Það leit allt út fyrir að liðin myndu fara með jafna stöðu inn í síðari hálfleikinn en það var ekki svo. Arnar Breki Gunnarsson fékk boltann yfir vörn KA, lék inn á teiginn og fann svo liðsfélaga sinn Halldór Jón Sigurð Þórðarson sem skoraði auðveldlega. 2-3 í hálfleik, gestunum í vil. Ótrúlegur kraftur í báðum liðum mestallan fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði með sama æsingi og fyrri hálfleikurinn hafði búið yfir. Jajalo í marki heimamanna stálheppinn þegar hann einfaldlega lagði boltann á Alex Frey sem náði ekki að skora. Það myndi þó reynast ÍBV dýrkeypt því það voru KA sem jöfnuðu á 57. mínútu upp úr engu. Bryan Van Der Bogaert fékk þá boltann undir engri pressu á vinstri vængnum, smellti honum fyrir þar sem Daníel Hafsteinsson var einn og óvaldaður í teignum og skallaði boltann í netið. 3-3 í þessum stórskemmtilega leik. Sigurmark leiksins var svo af dýrari gerðinni. Á 76. mínútu unnu KA boltann á eigin vallarhelmingi þar sem Hallgrímur Mar hafði betur í einvígi og kom boltanum út á vinstri á Bogaert sem setti hann á Nökkva á miðjunni. Nökkvi sendi Hallgrím í gegn, sem átti frábæra móttöku og fyrirgjöf sem Elfar Árni snaraði í markið með hælnum. Frábært mark. Leikurinn fjaraði svo út þrátt fyrir ágætis tilraunir Eyjamanna sem sitja enn á botninum með fimm stig. KA eru komnir með 21 stig og stefna hraðbyri að því að enda í topp sex. Af hverju vann KA? Þegar að hraðinn á leiknum datt niður þá höfðu KA menn einfaldlega meiri gæði á bekknum til þess að koma leiknum fyrir kattarnef. Það sást best á innkomu Hallgríms Mar sem var virkilega líflegur eftir að hafa komið inná. Maður leiksins Margir tilkallaðir en Sveinn Margeir Hauksson átti virkilega fínan leik fyrir heimamenn. Var allt í öllu og ógnaði mikið með góðum sendingum og fyrirgjöfum. Þá var Nökkvi Þeyr einnig mjög öflugur og í rauninni ótrúlegt að hann hafi ekki skorað fleiri mörk. Næstu skref Bæði lið eiga leik um næstu helgi. 17. júlí. ÍBV fær Val í heimsókn á Hásteinsvöll en KA menn mæta í Breiðholtið og etja kappi við Leikni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA ÍBV
KA vann mikilvægan heimasigur á botnliði ÍBV á Akureyri í dag. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og sjö mörk litu dagsins ljós en það var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði sigurmark heimamanna. Það var spenna í loftinu á Akureyri þegar að Eyjamenn mættu í heimsókn á KA svæðið í tólftu umferð Bestu deildarinnar. Fyrirfram var búist við sigri heimamanna enda þeir mun ofar í töflunni með 18 stig í fimmta sæti á meðan ÍBV vermdi botnsætið með fimm stig og engann sigur.+ Það þurfti ekki að bíða lengi eftir því að það myndi draga til tíðinda en strax á 6. mínútu komust gestirnir yfir. Guðjón Orri átti þá langa markspyrnu sem var flikkað áfram. Engin hætta virtist vera á ferðum en þá ákvað Dusan Brkovic að einfaldlega leggja boltann á Sito sem var kominn í pressu. Hann kláraði færið auðveldlega og ÍBV komnir marki yfir. Þessi forysta stóð ekki lengi því einungis sex mínútum síðar, á 12. mínútu skoraði Ívar Örn Árnason með skalla eftir hornspyrnu frá vinstri. Ívar var á fjærstönginni on hnitmiðaður skallinn komst yfir línuna áður en gestunum tókst að bjarga. Á 18. mínútu komust heimamenn í KA svo yfir. Elfar Árni átti þá smekklega sending á Hrannar Björn Steingrímsson sem smellti boltanum fyrir markið á Nökkva Þey Þórisson sem kláraði ágætlega erfiða sending frábærlega í hægra hornið. 2-1 og ekki liðnar tuttugu mínútur. Það var svo einmitt á 20. mínútu sem heimamenn jöfnuðu. Hrannar Björn fékk þá boltann í höndina eftir hornspyrnu og dæmt víti. Virkilega klaufalegt hjá Hrannari og vítaspyrnan réttilega dæmd. Sito tók spyrnuna og gerði engin mistök. 2-2 og þvílíkt fjör. Það leit allt út fyrir að liðin myndu fara með jafna stöðu inn í síðari hálfleikinn en það var ekki svo. Arnar Breki Gunnarsson fékk boltann yfir vörn KA, lék inn á teiginn og fann svo liðsfélaga sinn Halldór Jón Sigurð Þórðarson sem skoraði auðveldlega. 2-3 í hálfleik, gestunum í vil. Ótrúlegur kraftur í báðum liðum mestallan fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði með sama æsingi og fyrri hálfleikurinn hafði búið yfir. Jajalo í marki heimamanna stálheppinn þegar hann einfaldlega lagði boltann á Alex Frey sem náði ekki að skora. Það myndi þó reynast ÍBV dýrkeypt því það voru KA sem jöfnuðu á 57. mínútu upp úr engu. Bryan Van Der Bogaert fékk þá boltann undir engri pressu á vinstri vængnum, smellti honum fyrir þar sem Daníel Hafsteinsson var einn og óvaldaður í teignum og skallaði boltann í netið. 3-3 í þessum stórskemmtilega leik. Sigurmark leiksins var svo af dýrari gerðinni. Á 76. mínútu unnu KA boltann á eigin vallarhelmingi þar sem Hallgrímur Mar hafði betur í einvígi og kom boltanum út á vinstri á Bogaert sem setti hann á Nökkva á miðjunni. Nökkvi sendi Hallgrím í gegn, sem átti frábæra móttöku og fyrirgjöf sem Elfar Árni snaraði í markið með hælnum. Frábært mark. Leikurinn fjaraði svo út þrátt fyrir ágætis tilraunir Eyjamanna sem sitja enn á botninum með fimm stig. KA eru komnir með 21 stig og stefna hraðbyri að því að enda í topp sex. Af hverju vann KA? Þegar að hraðinn á leiknum datt niður þá höfðu KA menn einfaldlega meiri gæði á bekknum til þess að koma leiknum fyrir kattarnef. Það sást best á innkomu Hallgríms Mar sem var virkilega líflegur eftir að hafa komið inná. Maður leiksins Margir tilkallaðir en Sveinn Margeir Hauksson átti virkilega fínan leik fyrir heimamenn. Var allt í öllu og ógnaði mikið með góðum sendingum og fyrirgjöfum. Þá var Nökkvi Þeyr einnig mjög öflugur og í rauninni ótrúlegt að hann hafi ekki skorað fleiri mörk. Næstu skref Bæði lið eiga leik um næstu helgi. 17. júlí. ÍBV fær Val í heimsókn á Hásteinsvöll en KA menn mæta í Breiðholtið og etja kappi við Leikni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti