Berglind Björg: Þetta er EM og það getur allt gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2022 12:31 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er kát með lífið á glæsilegu hóteli íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mikilvæg mörk þegar Íslands tryggði sig inn á EM og skoraði einnig í eina undirbúningsleik liðsins fyrir Evrópumótið. Það bendir margt til þess að hún muni byrja fremst í fyrsta leik á móti Belgíu. „Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
„Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira