Hvað ætlar þjóðin að gera á EM? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2022 17:55 Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EM 2022 í Englandi Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun