Karólína Lea: Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er spennt fyrir fyrsta Evrópumótinu sínu eins og fleiri í íslenska hópnum. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er kannski ung að árum en hún er komin til þýska stórliðsins Bayern München og í lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu. Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira