Fyrirliði Belga segir að mótið sé nánast búið fyrir þær tapi þær á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 12:30 Tessa Wullaert bregður á leik í UEFA-myndatökunni fyrir Evrópumótið. Getty/Alex Caparros Fyrirliði Belgíu ætlar að ræða við Söru Björk Gunnarsdóttur þegar Ísland og Belgía mætast en ekki fyrr en eftir leikinn. Tessa Wullaert er markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi og átti mjög gott tímabil heima fyrir með Anderlecht. Eftir langan feril erlendis fór hún heim og vann titil. Á síðasta tímabili varð hún bæði belgískur meistari og var kosin besti leikmaður belgísku deildarinnar. Hún er 29 ára og er í frábæru formi en á sínum ferli hefur Wullaert spilað með liðum eins og Wolfsburg og Manchester City. Wullaert ræddi við UEFA um riðilinn og leikmanninn í íslenska liðinu sem hún þekkir mjög vel. „Það er enginn auðveldur riðill á EM. Við verðum að gefa allt okkar í alla leiki. Fyrsti leikurinn okkar mun þó ráða miklu um framhaldið,“ sagði Tessa Wullaert um leikinn á móti Íslandi. „Þessi fyrsti leikur á móti Íslandi. Ef við töpum honum þá er nánast hægt að segja að við séum úr leik í mótinu,“ sagði Wullaert. „Aðalmarkmið okkar er því að vinna fyrsta leikinn og gefa síðan allt okkar í leikina við Frakkland og Ítalíu. Markmið okkar er að komast upp úr riðlinum og gera þar sem betur en 2017 þegar það tókst ekki,“ sagði Wullaert. „Ég spilaði með Söru [Björk] Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg og það verður því gaman að hitta hana. Kannski spjöllum við saman eftir leikinn en aldrei fyrir hann,“ sagði Wullaert. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 og verður fylgst vel með honum hér inn á Vísi. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Tessa Wullaert er markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi og átti mjög gott tímabil heima fyrir með Anderlecht. Eftir langan feril erlendis fór hún heim og vann titil. Á síðasta tímabili varð hún bæði belgískur meistari og var kosin besti leikmaður belgísku deildarinnar. Hún er 29 ára og er í frábæru formi en á sínum ferli hefur Wullaert spilað með liðum eins og Wolfsburg og Manchester City. Wullaert ræddi við UEFA um riðilinn og leikmanninn í íslenska liðinu sem hún þekkir mjög vel. „Það er enginn auðveldur riðill á EM. Við verðum að gefa allt okkar í alla leiki. Fyrsti leikurinn okkar mun þó ráða miklu um framhaldið,“ sagði Tessa Wullaert um leikinn á móti Íslandi. „Þessi fyrsti leikur á móti Íslandi. Ef við töpum honum þá er nánast hægt að segja að við séum úr leik í mótinu,“ sagði Wullaert. „Aðalmarkmið okkar er því að vinna fyrsta leikinn og gefa síðan allt okkar í leikina við Frakkland og Ítalíu. Markmið okkar er að komast upp úr riðlinum og gera þar sem betur en 2017 þegar það tókst ekki,“ sagði Wullaert. „Ég spilaði með Söru [Björk] Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg og það verður því gaman að hitta hana. Kannski spjöllum við saman eftir leikinn en aldrei fyrir hann,“ sagði Wullaert. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 og verður fylgst vel með honum hér inn á Vísi.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira