Hallbera: Höfum ekkert verið að missa okkur í spennuföllum hingað til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 10:30 Hallbera Guðný Gísladóttir er á sínu þriðja Evrópumóti og spilar landsleik númer 129 í dag. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir er ein af hundrað landsleikja leikmönnum í íslenska landsliðshópnum og er nú komin á sitt þriðja Evrópumót. Það eru miklar líkur á því að hún verði í byrjunarliðinu á móti Belgum í dag. Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira