„Fyrir þau sem ekki þekkja til getur íslenskt mál reynst erfitt, þó fallegt sé,“ skrifar ráðuneytið á ensku á Twitter-reikningi sínum.
„Þar sem Evrópumótið er hafið höfum við sett saman gagnlegar leiðbeiningar til þess að hjálpa aðdáendum víðs vegar um heiminn að bera fram nöfn stjörnuleikmanna okkar,“ segir jafnframt í færslunni, sem er á ensku.
Icelandic language 🇮🇸, while beautiful, can be daunting for those unfamiliar with it. With @WEURO2022 kicking off, we have pulled together a handy guide to help fans around the globe learn how to correctly pronounce the names of our star players! 👇 pic.twitter.com/pdCw6wOZTc
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) July 10, 2022
Með færslunni fylgja fjórar myndir, með listum yfir nöfn leikmanna liðsins, og hvernig enskumælandi fólk myndi bera þau fram. Þannig er nafni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, fyrirliða Íslands, snarað yfir í Sara Be-yerk Guh-nars-doht-tir.
Eflaust verða erlendir aðdáendur íslenska liðsins einhverju nær um hvernig eigi að bera fram nöfn leikmanna liðsins, og ef allt gengur að óskum ættu nöfn þeirra að vera á allra vörum þegar líður á mótið.