Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 19:08 Þorsteinn gefur skipanir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sjá meira
„Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sjá meira