„Okkur leið vel inn á vellinum, mér fannst við pressa þær ótrúlega vel. Við lokuðum þeim svæðum sem voru hættuleg, þær voru ekki að búa til mikið og svo vorum við að bíða eftir að við myndum skora. Uppleggið gekk ótrúlega vel, við þurfum að nýta færin betur og vera aðeins gráðugri á síðasta þriðjungi og nýta föstu leikatriðin aðeins betur.“
„Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) sýnir ótrúlegan karakter og við töluðum um það í göngunum í hálfleik að hún væri að fara skora og svo setur hún eitt, frábær karakter að koma til baka.“
„Mér fannst þegar við skoruðum að við byrjuðum að vera aðeins passífar, hefðum getað haldið áfram að spila og fengið aðeins meira flæði. Kannski óþarflega mikið af löngum boltum en svo jafna þær og við þurfum að gíra okkur í gang en einhvern veginn náum við ekki að setja mark á þær.“

„Bara síðasti þriðjungur, þurfum að vera gráðugri. Við fáum níu eða tíu föst leikatriði, þetta eru okkar styrkleikar og við eigum að skora úr þessum. Síðan þurfum við að fara aðeins betur yfir leikinn, ég man ekkert öll atriðin en þurfum fara betur yfir leikinn og taka það sem er jákvætt og taka það sem þarf að bæta með í Ítalíu leikinn,“ sagði fyrirliðinn aðspurð hvað mætti betur fara.
„Ég er búinn að vinna vel fyrir því og mér líður bara vel þannig að lítur út fyrir það,“ sagði Sara Björk um formið en hún er að nálgast sitt besta form eftir barnsburð.