Fótbolti

Juventus stað­festir endur­komu Pogba

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paul Pogba er mættur til Juventus.
Paul Pogba er mættur til Juventus. Daniele Badolato/Getty Images

Paul Pogba er mættur aftur til Juventus á nýjan leik. Hann kemur á frjálsri sölu frá Manchester United.  

Frá því að samningur Paul Pogba í Manchester-borg rann út var alltaf líklegast að hann myndi aftur á Ítalíu hjá félaginu þar sem hann hefur spilað hvað best á sínum ferli. 

Pogba var vissulega orðaður við Barcelona, Real Madríd og París Saint-Germain en nú hefur endanlega verið staðfest að hann sé snúinn aftur til Juventus. 

Eftir mögur ár með Man United stefnir Pogba á að hjálpa Juventus að komast á toppinn á Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, en undanfarin tvö ár hafa Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, unnið deildina. Það er eitthvað sem Pogba þekkir lítið til en þegar hann spilaði með Juventus frá 2012 til 2016 drottnaði félagið yfir Serie A.

Alls hefur Pogba spilað 178 leiki fyrir Juventus, skorað 34 mörk og lagt upp 40. Þá hefur hann unnið Serie A fjórum sinnum, ítölsku bikrakeppnina tvisvar og ítalska Ofurbikarinn tvisvar. Hann stefnir nú á að endurtaka leikinn.


Tengdar fréttir

Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt

Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×