Frá því að samningur Paul Pogba í Manchester-borg rann út var alltaf líklegast að hann myndi aftur á Ítalíu hjá félaginu þar sem hann hefur spilað hvað best á sínum ferli.
Pogba var vissulega orðaður við Barcelona, Real Madríd og París Saint-Germain en nú hefur endanlega verið staðfest að hann sé snúinn aftur til Juventus.
@paulpogba è tornato #POGBACK
— JuventusFC (@juventusfc) July 11, 2022
Eftir mögur ár með Man United stefnir Pogba á að hjálpa Juventus að komast á toppinn á Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, en undanfarin tvö ár hafa Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, unnið deildina. Það er eitthvað sem Pogba þekkir lítið til en þegar hann spilaði með Juventus frá 2012 til 2016 drottnaði félagið yfir Serie A.
Alls hefur Pogba spilað 178 leiki fyrir Juventus, skorað 34 mörk og lagt upp 40. Þá hefur hann unnið Serie A fjórum sinnum, ítölsku bikrakeppnina tvisvar og ítalska Ofurbikarinn tvisvar. Hann stefnir nú á að endurtaka leikinn.