Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 10:23 Yfirvöld í Úkraínu hafa ítrekað gefið það til kynna undanfarna daga að umfangsmikil gagnárás sé í undirbúningi. Sérfræðingar efast um getu hersins til að hrekja Rússa aftur frá suðurströndinni á sama tíma og harðir bardagar standa yfir í austurhluta landsins. epa/Leszek Szymanski Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. Reznikov sagði í viðtali við The Times að Bretar hefðu átt stóran þátt í þeirri stefnubreytingu Vesturlanda að hætta að sjá Úkraínumönnum aðeins fyrir vopnum frá tíma Sovétríkjanna og fara að senda þeim hergögn sem Atlantshafsbandalagsríkin nota í dag. Hann sagði mikla þörf á að hraða vopnasendingum til landsins. „Það eru um það bil 700 þúsund manns í hernum og þegar þú bætir við þjóðvarnarliðinu, lögreglu og landamæravörðum erum við yfir milljón,“ sagði ráðherrann. Það væri gríðarlega mikilvægt efnahag landsins að taka aftur strandlengjuna við Svartahaf. Jack Watling, sérfræðingur við Royal United Services Institute, segir yfirlýsingu varnarmálaráðherrans þó meira heróp en raunverulega áætlun. „Þetta eru ekki milljón manns sem munu taka þátt í gagnárás,“ sagði Watling í samtali við BBC. Hann ítrekar að Úkraínumenn muni ekki vilja fara hátt með raunverulegar fyrirætlanir sínar en yfirlýsingunni sé ef til vill ætlað að fá Rússa til að verja meiri mannskap í að verja svæðin. Jonathan Beale, sérfræðingur BBC í varnarmálum, segir staðreynd málsins þá að hersveitir Úkraínu séu flestar bundnar í átökum í austurhluta landsins. Fjöldi hermanna hafi fallið á síðustu vikum og allsendis óvíst hvort Úkraínumenn hafa burði, eins og sakir standa, til að ráðast í gagnárás. Úkraínumenn gætu lært af þeim mistökum sem Rússar gerðu í upphafi innrásarinnar; að heyja ekki stríð á of mörgum víglínum í einu. Umfjöllun BBC. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Reznikov sagði í viðtali við The Times að Bretar hefðu átt stóran þátt í þeirri stefnubreytingu Vesturlanda að hætta að sjá Úkraínumönnum aðeins fyrir vopnum frá tíma Sovétríkjanna og fara að senda þeim hergögn sem Atlantshafsbandalagsríkin nota í dag. Hann sagði mikla þörf á að hraða vopnasendingum til landsins. „Það eru um það bil 700 þúsund manns í hernum og þegar þú bætir við þjóðvarnarliðinu, lögreglu og landamæravörðum erum við yfir milljón,“ sagði ráðherrann. Það væri gríðarlega mikilvægt efnahag landsins að taka aftur strandlengjuna við Svartahaf. Jack Watling, sérfræðingur við Royal United Services Institute, segir yfirlýsingu varnarmálaráðherrans þó meira heróp en raunverulega áætlun. „Þetta eru ekki milljón manns sem munu taka þátt í gagnárás,“ sagði Watling í samtali við BBC. Hann ítrekar að Úkraínumenn muni ekki vilja fara hátt með raunverulegar fyrirætlanir sínar en yfirlýsingunni sé ef til vill ætlað að fá Rússa til að verja meiri mannskap í að verja svæðin. Jonathan Beale, sérfræðingur BBC í varnarmálum, segir staðreynd málsins þá að hersveitir Úkraínu séu flestar bundnar í átökum í austurhluta landsins. Fjöldi hermanna hafi fallið á síðustu vikum og allsendis óvíst hvort Úkraínumenn hafa burði, eins og sakir standa, til að ráðast í gagnárás. Úkraínumenn gætu lært af þeim mistökum sem Rússar gerðu í upphafi innrásarinnar; að heyja ekki stríð á of mörgum víglínum í einu. Umfjöllun BBC.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira