Vildi vera krúttlegur teppalistamaður en endaði sem stríðsljósmyndari Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 14:31 Óskar Hallgrímsson hefur venjulega rætt við fjölmiðlafólk með aðstoð fjarfundabúnaðar en í morgun mætti hann í Bylgjuhljóðverið. Bylgjan Óskar Hallgrímsson segist lifa tvöföldu lífi, annars vegar búi hann til krúttleg teppalistaverk ásamt eiginkonu sinni og hins vegar sé hann ljósmyndari á stríðshrjáðu svæði. „Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
„Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira