Konur með um 86 prósent af heildarlaunum karla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2022 19:00 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. vísir Konur sem vinna fulla vinnu eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla, en launamunurinn er mestur hjá ríkinu. Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á þremur árum, eða um tæp 23 prósent. Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl árið 2019 til janúar á þessu ári. Helstu niðurstöður eru þær að fjárhagsstaða heimilanna er óvenjusterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Laun kvenna hafa í flestum tilfellum hækkað meira en karla. Það skýrist af því að áhersla hefur verið lögð á að hækka lægstu launin og konur líklegri til að hafa lág laun. „En ef við skoðum grunnlaunin t.d. þá er ekkert ýkja mikill munur á grunnlaunum karla og kvenna en það eykst þegar við förum að skoða heildarlaunin. Konur eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla og þá erum við að tala um fullvinnandi einstaklinga,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. Minnstur launamunur hjá Reykjavíkurborg Launamunur kynjanna er mestur hjá ríkinu. „Þar erum við komin með 85 prósent af launum karla en hann er töluvert minni hjá Reykjavíkurborg þar sem konur eru 5 prósent lægri en karlarnir. Þær eru með 95 prósent af heildarlaunum karla, hjá Reykjavíkurborg.“ Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka.“ Samsetning heildarlauna.stöð2/grafík Þeir sem vinna fulla vinnu voru með að jafnaði 823 þúsund á mánuði árið 2021. „Töluvert mismunandi eftir því hvaða atvinnurekendur eiga í hlut. Það er lægra hjá sveitarfélögunum, í kringum 680 þúsund og hæst hjá ríkinu sem atvinnurekenda, 903 þúsund að jafnaði á mánuði.“ Vinnumarkaður Kjaramál Fjármál heimilisins Jafnréttismál Tengdar fréttir Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl árið 2019 til janúar á þessu ári. Helstu niðurstöður eru þær að fjárhagsstaða heimilanna er óvenjusterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Laun kvenna hafa í flestum tilfellum hækkað meira en karla. Það skýrist af því að áhersla hefur verið lögð á að hækka lægstu launin og konur líklegri til að hafa lág laun. „En ef við skoðum grunnlaunin t.d. þá er ekkert ýkja mikill munur á grunnlaunum karla og kvenna en það eykst þegar við förum að skoða heildarlaunin. Konur eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla og þá erum við að tala um fullvinnandi einstaklinga,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. Minnstur launamunur hjá Reykjavíkurborg Launamunur kynjanna er mestur hjá ríkinu. „Þar erum við komin með 85 prósent af launum karla en hann er töluvert minni hjá Reykjavíkurborg þar sem konur eru 5 prósent lægri en karlarnir. Þær eru með 95 prósent af heildarlaunum karla, hjá Reykjavíkurborg.“ Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka.“ Samsetning heildarlauna.stöð2/grafík Þeir sem vinna fulla vinnu voru með að jafnaði 823 þúsund á mánuði árið 2021. „Töluvert mismunandi eftir því hvaða atvinnurekendur eiga í hlut. Það er lægra hjá sveitarfélögunum, í kringum 680 þúsund og hæst hjá ríkinu sem atvinnurekenda, 903 þúsund að jafnaði á mánuði.“
Vinnumarkaður Kjaramál Fjármál heimilisins Jafnréttismál Tengdar fréttir Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49