Dúna: Þetta var bara eitt símtal og ég var klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 09:30 Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er styrktarþjálfari íslenska liðsins og eina konan í þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er ekki kölluð annað en Dúna af þeim sem þekkja hana. Hún er kannski ekki alltaf í sviðsljósinu en tekur engu að síður virkan þátt í æfingum íslenska landsliðsins á EM í Englandi. Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira