Foreldrar Áslaugar Mundu: Keyptu miða fyrir hana á EM ef hún yrði ekki í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 11:31 Hér er innsti kjarni úr stuðningsveit Áslaugar Mundu sem Vísir hitti á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Frá vinstri: Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Björg Gunnlaugsdóttir, Eyrún Gunnlaugsdóttir og Jóney Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í gegnum erfið höfuðmeiðsli, krefjandi fyrsta vetur í Harvard háskólanum og vinna sér síðan inn sæti í íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Sjá meira
Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn