„Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 15:31 Elín Metta Jensen og Svava Rós Guðmundsdóttir eru jafnaldrar úr Val sem eru að keppa um sömu stöðu á Evrópumótinu i Englandi. Svava Rós kom inná sem varamaður á móti Belgíu en ekki Elín Metta. Vísir/Vilhelm Næsti mótherji íslensku stelpnanna eru Ítalir sem fengu stóran skell á móti Frökkum sama dag og íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Belga. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira