„Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna og það skapar ákveðnar kröfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 12:00 Þorsteinn Halldórsson ræðir við Dagnýju Brynjarsdóttur á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, vildi leggja áherslu á jákvæðu hlutina eftir að hafa fengið að melta jafnteflisleikinn á móti Belgum á EM í Englandi. „Það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu. Það sem við lítum líka jákvætt á þetta er að við höfum enn þá stjórna á aðstæðum. Við stýrum því sjálf hversu langt við förum í þessum riðli og hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Eftir æfinguna á mánudaginn sem snerist að mestu um endurheimt leikmanna sem spiluðu mikið á móti Ítalíu og að koma blóðinu á hreyfingu hjá þeim sem spiluðu minna. Í framhaldinu fór hópurinn að einbeita sér að verkefninu á móti Ítalíu. „Ég er sáttur við margt. Það var gífurleg vinnusemi í þeim og miðjumennirnir hlupu hrikalega mikið. Þær gerðu Belgunum erfitt fyrir í því sem þær eru góðar í sem er að halda boltanum og finna ákveðin svæði. Það voru ekki mörg móment sem þær sköpuðu eitthvað í gegnum eitthvað spil,“ sagði Þorsteinn. „Einu hætturnar voru þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað. Að öðru leyti náðu þær ekki upp neinu spili á móti okkur og náðu ekki að ógna okkur þannig nema kannski eftir smá klaufagang hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. „Heilt yfir var ég mjög sáttur við leikinn og auðvitað hefðum við viljað vinna þennan leik miðað við það hvernig hann þróaðist. Stig er alltaf betra en ekkert og við stjórnum alla vega framhaldinu eins og er,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að stelpurnar setji ekki síður kröfur á þjálfarateymið en þeir á þær. „Þetta eru keppnismanneskjur og auðvitað voru þær fúlar og svekktar að hafa ekki klárað þetta. Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna. Það er gott að vera í svoleiðis hóp og skapar ákveðnar kröfur. Þær setja kröfur á sjálfa sig og setja ákveðnar kröfur á okkur,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
„Það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu. Það sem við lítum líka jákvætt á þetta er að við höfum enn þá stjórna á aðstæðum. Við stýrum því sjálf hversu langt við förum í þessum riðli og hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Eftir æfinguna á mánudaginn sem snerist að mestu um endurheimt leikmanna sem spiluðu mikið á móti Ítalíu og að koma blóðinu á hreyfingu hjá þeim sem spiluðu minna. Í framhaldinu fór hópurinn að einbeita sér að verkefninu á móti Ítalíu. „Ég er sáttur við margt. Það var gífurleg vinnusemi í þeim og miðjumennirnir hlupu hrikalega mikið. Þær gerðu Belgunum erfitt fyrir í því sem þær eru góðar í sem er að halda boltanum og finna ákveðin svæði. Það voru ekki mörg móment sem þær sköpuðu eitthvað í gegnum eitthvað spil,“ sagði Þorsteinn. „Einu hætturnar voru þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað. Að öðru leyti náðu þær ekki upp neinu spili á móti okkur og náðu ekki að ógna okkur þannig nema kannski eftir smá klaufagang hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. „Heilt yfir var ég mjög sáttur við leikinn og auðvitað hefðum við viljað vinna þennan leik miðað við það hvernig hann þróaðist. Stig er alltaf betra en ekkert og við stjórnum alla vega framhaldinu eins og er,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að stelpurnar setji ekki síður kröfur á þjálfarateymið en þeir á þær. „Þetta eru keppnismanneskjur og auðvitað voru þær fúlar og svekktar að hafa ekki klárað þetta. Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna. Það er gott að vera í svoleiðis hóp og skapar ákveðnar kröfur. Þær setja kröfur á sjálfa sig og setja ákveðnar kröfur á okkur,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira