Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 12:00 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa reyna að kúga Vesturlönd til að láta af refsiaðgerðum gegn þeim með því að koma í veg fyrir útflutning á korni frá Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. Íbúar fyrir framan ónýtt fjölbýlishús í borginni Severodonetskyrir sem Rússar náðu á sitt vald og nú er sögð tilheyra hinu svo kallaða Alþýðulýðveldi Luhansk. Þrátt fyrir yfirgnæfandi sönnunargögn þræta Rússar stöðugt fyrir að þeir ráðist á óbreytta borgara.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir í einkaviðtali við AP fréttastofuna að einu skilyrði Úkraínu fyrir friðarviðræðum við Rússa séu að þeir láti af hernaði sínum í landinu. Rússar sýni hins vegar engan áhuga á því. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir kornútflutning ekki geta hafist fyrr en öryggi skipafélaga, eigenda korns og Úkraínu verði tryggt. Vandamálið sé að enginn treysti yfirlýsingum Rússa.AP/Andrew Kravchenko „Rússneska sambandsríkið segir aftur á móti að friður komist ekki á fyrr en Úkraínumenn gangi að afarkostum Rússa. Þannig virka samningaviðræður ekki. Við erum að berjast fyrir frelsi okkar, landfræðilegum yfirráðum og viljum frið," sagði Kuleba. Rússar sýni hins vegar engin merki um stöðvun átaka og sækist ekki einlæglega eftir friði. „þeir leita leiða til að fá okkur til að ganga að afarkostum þeirra en það mun ekki gerast,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn væru að skipuleggja og undirbúa algera frelsun hertekinna svæða. Til að það megi verða þurfi vinaríki að hraða vopnasendingum til Úkraínu. Reykur frá hörðum bardögum hersveita Rússa og Úkraínumanna skammt frá kornakri í Dnipropetrovsk héraði.AP/Efrem Lukatsky „Margir vinna að því að hraða vopnasendingum. Við kunnum vel að meta allt það sem við höfum fengið. En eins lengi og það dugar ekki til munum við biðja um meira,“ sagði Kuleba. Rússar hafa komið í veg fyrir útflutning Úkraínu á rúmlega tuttugu milljónum tonna af korni sem aðallega er ætlað þróunarríkjum og hafa stolið þúsundum tonna af Úkraínumönnum. Kuleba segir mikilvægt að tryggja öryggi skipasiglinga um Svartahaf . Andriy Zubko kornbóndi í Donetsk héraði skoðar kornakur sinn. Rússar reyna nú að ná þeim helmingi héraðsins sem Úkraínumenn ráða enn yfir á sitt vald.AP/Efrem Lukatsky Til þess þurfi það eyða því mikla vantrausti sem allir hafi í garð Rússa, því hvorki skipafélög né aðrir treysti því að þeir ráðist ekki á skipin. Rússar fullyrði að refsiaðgerðir Vesturlanda komi í veg fyrir útflutning þeirra sjálfra á korni en það sé alrangt. „Rússar eru að reyna að fá refsiaðgerðir sem tengjast ekki útflutningi á korni felldar niður. Það er það kaldrifjaða í málinu; að þeir spila út hungurspilinu og stefna þar með lífi milljóna manna í Afríku og Asíu í hættu. Einfaldlega vegna þess að þeir vilja knýja Vesturlönd til að aflétta refsiaðgerðum þeirra," segir Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Íbúar fyrir framan ónýtt fjölbýlishús í borginni Severodonetskyrir sem Rússar náðu á sitt vald og nú er sögð tilheyra hinu svo kallaða Alþýðulýðveldi Luhansk. Þrátt fyrir yfirgnæfandi sönnunargögn þræta Rússar stöðugt fyrir að þeir ráðist á óbreytta borgara.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir í einkaviðtali við AP fréttastofuna að einu skilyrði Úkraínu fyrir friðarviðræðum við Rússa séu að þeir láti af hernaði sínum í landinu. Rússar sýni hins vegar engan áhuga á því. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir kornútflutning ekki geta hafist fyrr en öryggi skipafélaga, eigenda korns og Úkraínu verði tryggt. Vandamálið sé að enginn treysti yfirlýsingum Rússa.AP/Andrew Kravchenko „Rússneska sambandsríkið segir aftur á móti að friður komist ekki á fyrr en Úkraínumenn gangi að afarkostum Rússa. Þannig virka samningaviðræður ekki. Við erum að berjast fyrir frelsi okkar, landfræðilegum yfirráðum og viljum frið," sagði Kuleba. Rússar sýni hins vegar engin merki um stöðvun átaka og sækist ekki einlæglega eftir friði. „þeir leita leiða til að fá okkur til að ganga að afarkostum þeirra en það mun ekki gerast,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn væru að skipuleggja og undirbúa algera frelsun hertekinna svæða. Til að það megi verða þurfi vinaríki að hraða vopnasendingum til Úkraínu. Reykur frá hörðum bardögum hersveita Rússa og Úkraínumanna skammt frá kornakri í Dnipropetrovsk héraði.AP/Efrem Lukatsky „Margir vinna að því að hraða vopnasendingum. Við kunnum vel að meta allt það sem við höfum fengið. En eins lengi og það dugar ekki til munum við biðja um meira,“ sagði Kuleba. Rússar hafa komið í veg fyrir útflutning Úkraínu á rúmlega tuttugu milljónum tonna af korni sem aðallega er ætlað þróunarríkjum og hafa stolið þúsundum tonna af Úkraínumönnum. Kuleba segir mikilvægt að tryggja öryggi skipasiglinga um Svartahaf . Andriy Zubko kornbóndi í Donetsk héraði skoðar kornakur sinn. Rússar reyna nú að ná þeim helmingi héraðsins sem Úkraínumenn ráða enn yfir á sitt vald.AP/Efrem Lukatsky Til þess þurfi það eyða því mikla vantrausti sem allir hafi í garð Rússa, því hvorki skipafélög né aðrir treysti því að þeir ráðist ekki á skipin. Rússar fullyrði að refsiaðgerðir Vesturlanda komi í veg fyrir útflutning þeirra sjálfra á korni en það sé alrangt. „Rússar eru að reyna að fá refsiaðgerðir sem tengjast ekki útflutningi á korni felldar niður. Það er það kaldrifjaða í málinu; að þeir spila út hungurspilinu og stefna þar með lífi milljóna manna í Afríku og Asíu í hættu. Einfaldlega vegna þess að þeir vilja knýja Vesturlönd til að aflétta refsiaðgerðum þeirra," segir Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21
Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01