B-riðill var nefndur dauðariðillinn fyrir mót og stendur undir nafni. Nú er ljóst að annað hvort Spánn eða Danmörk mun sitja eftir með sárt ennið. Þýskaland vann góðan 2-0 sigur á Spáni þökk sé mörkum Klöru Bühl strax á þriðju mínútu og Alexöndru Popp á 37. mínútu leiksins.
Bühl skoraði með góðu skoti úr teignum á meðan Popp stangaði hornspyrnu Felicitas Rauch í netið.
Það er mark - Þýskaland er komið í 1-0 - það var Klara Buehl sem skorar mark Þjóðverja eftir klaufaleg mistök hjá markmanni Spánverja. pic.twitter.com/We0lqKO0Ng
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022
Algerlega gegn gangi leiksins þá eru Þjóðarverjar komnir í 2-0 á móti Spánverjum. Það var Alexandra Popp sem skorar með skalla eftir hornspyrnu. pic.twitter.com/gVlUetHBvN
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022
Pernille Harder sá til þess að Danmörk á enn möguleika þegar hún skallaði boltann yfir línuna nánast á línu þegar 18 mínútur voru til leiksloka í leik Dana og Finna.
Loksins, loksins kom mark í leik Danmerkur og Finnlands. Það er
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022
Pernille Harder er það gerir fyrir Danmörk - staðan 1-0. pic.twitter.com/HkeDEbMGHM
Staðan í B-riðli er þannig að Þýskaland er á toppnum með sex stig og er komið áfram í 8-liða úrslit. Spánn og Danmörk eru með þrjú stig á meðan Finnland rekur lestina án stiga.