„Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Runólfur Trausti Þórhallsson og Jón Már Ferro skrifa 13. júlí 2022 18:36 Rúnar vill sjá sitt lið gera betur. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira