„Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Runólfur Trausti Þórhallsson og Jón Már Ferro skrifa 13. júlí 2022 18:36 Rúnar vill sjá sitt lið gera betur. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti