Fótbolti

Fær­eysku meistararnir skelltu meisturum Noregs | Einu marki frá því að komast á­fram

Atli Arason skrifar
Alfons Sampsted er leikmaður Bodø/Glimt
Alfons Sampsted er leikmaður Bodø/Glimt Getty Images

Færeyska liðið KÍ Klaksvík vann norska liðið Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn einu í seinni viðureign liðanna forkeppni Meistaradeildarinnar í Færeyjum í kvöld.

Bodø/Glimt vann fyrri leikinn í Noregi 3-0 og fara Noregsmeistarar því áfram eftir samanlagðan 4-3 sigur.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í hægri bakverði hjá Bodø/Glimt en hann ásamt öðrum leikmönnum liðsins náðu ekki að koma í veg fyrir að Klaksvík leiddi með tveimur mörkum í hálfleik.

Mads Mikkelsen skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu og Jakup Andersen skoraði það seinna á 20. mínútu.

Snemma í síðari hálfleik fékk Bodø/Glimt vítaspyrnu sem Victor Boniface skoraði úr á 55. mínútu. Það mark reyndist norska liðinu ansi mikilvægt því Jakup Andersen skoraði aftur á 85. mínútu sem gerði loka mínútur leiksins spennandi.

Meira var þó ekki skorað og Bodø/Glimt fer rétt svo áfram í næstu umferð forkeppninnar eftir 4-3 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×