Viðvörun þjálfarans til stelpnanna okkar: Særð dýr bíta frá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 14:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var síðust til að skora á móti Ítalíu en það gerði hún í jafntefli fyrir rúmu ári síðan. Vísir/Vilhelm Ísland og Ítalía mætast í dag í D-riðli Evrópumótsins í Englandi. Sigur kemur íslensku stelpunum í frábæra stöðu en tapist leikurinn þá verður verkefnið afar erfitt fyrir okkar konur að ná í sigur á móti Frakklandi í lokaumferðinni. Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira
Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira