„Á heimavelli munum við að sjálfsögðu reyna að lyfta okkur hærra upp á völlinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Jón Már Ferro skrifa 14. júlí 2022 09:01 Rúnar er enn að reyna finna réttu blönduna hjá KR en lið hans hefur glímt við mikil meiðsli og forföll í sumar. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson ræddi við Vísi fyrir leik KR og pólska liðsins Pogoń Szczecin í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Hann segir að leikplanið verði ekkert ósvipað og í fyrri leiknum en hans lið þurfi einfaldlega að gera hlutina betur. „Ægir Jarl Jónasson var í leikbanni í fyrri leiknum og ætti því að koma inn í hópinn núna, að öðru leyti er þetta bara sami hópur,“ sagði Rúnar og játti því að það gætu orðið einhverjar breytingar á byrjunarliði KR. „Ég reikna með því að við gerum breytingar á byrjunarliðinu og reynum að prófa okkur áfram í því sem við erum að gera. Við erum búnir að vera í smá brekku undanfarið, við erum að reyna finna lausnir á því öllu eins og maður gerir þegar maður lendir í veseni og hlutirnir eru ekki að ganga upp þá þarf maður stundum að breyta. Allavega laga það sem hefur ekki gegnið upp undanfarið.“ „Við erum á milljón að vinna í því og þessi leikur getur hjálpað okkur í því að reyna. Vonandi ef að við náum í góðan leik, þá getur það gefið okkur smá sjálfstraust og trú að það sem við erum að reyna gera.“ „Við vonumst til að við séum að finna rétta liðið, réttu leikaðferðina og það allt. Við höfum verið í smá basli, út af ýmsum hlutum höfum við ekki náð að spila nægilega vel í sumar og nýta þá sénsa sem við höfum fengið til að bæði vinna leiki og gera betur í mörgum leikjum.” Mun nálgast leikinn á svipaðan hátt „Við munum kannski þora að stíga aðeins hærra á þá stundum og pressa þá aðeins meira en við gerðum í fyrri leiknum.“ „Það er náttúrulega hættulegt að blindast af því að við höfum náð að pressa þá í seinni hálfleik. Við fengum fleiri hornspyrnur í seinni hálfleik, við komumst oftar upp völlinn og fengum ágætis færi til að skora annað mark. Á sama tíma er staðan náttúrulega orðin 4-0 og þeir kannski örlítið búnir að slaka á. Það er oft erfitt að gera sér grein fyrir hvað gerði það að verkum að við gátum lyft okkur hærra upp á völlinn.“ „Það er eitthvað sem við erum vanari að gera, reyna pressa hærra á vellinum. Á heimavelli munum að sjálfsögðu reyna að lyfta okkur hærra upp á völlinn en engu að síður þá eru þeir bara það góðir í fótbolta að þeir munu þrýsta okkur til baka.“ „Við munum halda áfram að reyna verjast eins og við gerðum og ætluðum að gera á móti þeim í fyrri leiknum. Við gerðum það bara illa, við viljum gera svipaða hluti og reyna bara að bæta þá og gera þá betur. Ég held að planið sem slíkt hefði getað virkað ef við hefðum bara gert hlutina aðeins betur. Svo verður það bara að koma í ljós á morgun.“ Um árangur KR í Evrópu „Ég er náttúrlega búinn að spila svo marga Evrópuleiki, undanfarin ár hafa ekki gengið vel hjá okkur. Við erum búnir að lenda á móti Celtic tvisvar og Molde tvisvar og það eru erfiðir leikir. Við höfum svo sem ekki farið vel út úr því og maður hefur prófað að liggja til baka, maður hefur prófað að breyta um kerfi. Við höfum prófað að pressa inn á milli. Það hefur ekki gengið, maður verður að vera trúr sínu og reyna að spila sinn eigin leik. Ekki hugsa allt of mikið um andstæðinginn, engu að síður vitum við að við þurfum að verjast betur.“ Kennie Chopart í leik gegn Celtic árið 2020.Ian MacNicol/Getty Images „Varnarleikurinn sem við spiluðum og höfum spilað á að ganga. Við þurfum bara að gera það mikið betur heldur en við höfum verið að gera. Þora líka að hafa boltann meira, eins og í fyrri leiknum á móti Pogón vorum við rosalega fljótir að missa boltann eftir að við unnum hann og gerðum rosalega lítið við hann sérstaklega í fyrri hálfleik.“ „Það var kannski smá hræðsla og við þjálfararnir búnir að setja leikinn upp á ákveðinn hátt. Stundum þegar maður segir einhverja hluti þá er það tekið full bókstaflega. Við þorðum ekki alveg að setja boltann niður á jörðina og spila. Hefðum mátt gera meira af því, það voru alveg möguleikar.“ Hafa enn trú „Auðvitað höfum við trú á því, auðvitað langar okkur að komast áfram, við þurfum að vinna 3-0, við vitum að það verður mjög erfitt en í fótbolta getur allt gerst. Það getur komið rautt spjald eftir fimm mínútur, þá breytast leikir. Við viljum bara reyna að gera betur en við gerðum síðast.“ „Mikilvægt að við náum í stig, eitt eða þrjú. Það skiptir máli fyrir okkur sem félag safna stigum í baráttunni um að vera á betri stað þegar dregið er næst. Að sama skapi hjálpa íslensku liðunum í að safna punktum í þetta allt saman þannig að íslensku liðin fái kannski betri drætti þegar dregið er, vera í efri styrkleikaflokkun heldur en í neðri. Eins og við vorum núna, það skiptir miklu máli fyrir að komast aðeins lengra í keppnunum og fá betri leiki.“ Að endingu var Rúnar spurður út í lið gestanna. „Kamil Grosicki, númer11 á vinstri vængnum. Pólskur landsliðsmaður sem er búinn að spila á Englandi og víðar. Hann er kannski þeirra hættulegasti sóknarvopn. Vinstri vængurinn þeirra var mjög öflugur að þræða sig í gegn. Vinstri bakvörðurinn þeirra líka, Luís Mata.“ „Sá sem er að spila fremstur á miðju hjá þeim Sebastian Kowalczyk. Þannig að vinstri vængurinn þeirra Luis Mata, Grosicki og Kowalczyk, þeir voru að tengja mjög vel saman.“ „Þetta er nánast sama lið, sama byrjunarlið og spilaði flesta leiki hjá þeim í deildinni hjá þeim í fyrra, litlar breytingar. Eina breytingin er þjálfarinn og hann er gera mjög svipaða hluti og fyrri þjálfari, ekki miklar áherslubreytingar. Þetta er bara ofboðslega vel þjálfað lið. Þeir eru með Spánverja, Austuríkismann, Grikkja og Pólverja í vörninni. Pólskan landsliðsmann á kantinum, Brasilíumann á hægri kantinum, Serba frammi og svo þrjá Pólverja á miðjunni. Þetta eru allt hörku leikmenn.“ „Ósáttir með að tapa svona stórt.“ „Við erum samt sem áður ósáttir við að tapa svona stórt en þetta er smá munur á atvinnumönnunum og okkur sem erum hér heima. Hlutirnir ganga aðeins hraðar, sendingarnar eru fastari, hreyfingin og tímasetningin á hlaupum hjá þeim er betri en hjá okkur. Sést kannski best á því í leiknum, að þegar við náum boltanum þá erum við í smá veseni með að ná honum bara niður á jörðina og spila honum.“ „Það er meiri hraði í spilinu hjá þeim þar sem leikmennirnir eru topp klassa atvinnumenn. Þetta er hörku lið sem er búið að lenda núna tvö ár í röð í 3.sæti í pólsku deildinni sem er mjög sterk deild,“ sagði Rúnar að lokum. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ægir Jarl Jónasson var í leikbanni í fyrri leiknum og ætti því að koma inn í hópinn núna, að öðru leyti er þetta bara sami hópur,“ sagði Rúnar og játti því að það gætu orðið einhverjar breytingar á byrjunarliði KR. „Ég reikna með því að við gerum breytingar á byrjunarliðinu og reynum að prófa okkur áfram í því sem við erum að gera. Við erum búnir að vera í smá brekku undanfarið, við erum að reyna finna lausnir á því öllu eins og maður gerir þegar maður lendir í veseni og hlutirnir eru ekki að ganga upp þá þarf maður stundum að breyta. Allavega laga það sem hefur ekki gegnið upp undanfarið.“ „Við erum á milljón að vinna í því og þessi leikur getur hjálpað okkur í því að reyna. Vonandi ef að við náum í góðan leik, þá getur það gefið okkur smá sjálfstraust og trú að það sem við erum að reyna gera.“ „Við vonumst til að við séum að finna rétta liðið, réttu leikaðferðina og það allt. Við höfum verið í smá basli, út af ýmsum hlutum höfum við ekki náð að spila nægilega vel í sumar og nýta þá sénsa sem við höfum fengið til að bæði vinna leiki og gera betur í mörgum leikjum.” Mun nálgast leikinn á svipaðan hátt „Við munum kannski þora að stíga aðeins hærra á þá stundum og pressa þá aðeins meira en við gerðum í fyrri leiknum.“ „Það er náttúrulega hættulegt að blindast af því að við höfum náð að pressa þá í seinni hálfleik. Við fengum fleiri hornspyrnur í seinni hálfleik, við komumst oftar upp völlinn og fengum ágætis færi til að skora annað mark. Á sama tíma er staðan náttúrulega orðin 4-0 og þeir kannski örlítið búnir að slaka á. Það er oft erfitt að gera sér grein fyrir hvað gerði það að verkum að við gátum lyft okkur hærra upp á völlinn.“ „Það er eitthvað sem við erum vanari að gera, reyna pressa hærra á vellinum. Á heimavelli munum að sjálfsögðu reyna að lyfta okkur hærra upp á völlinn en engu að síður þá eru þeir bara það góðir í fótbolta að þeir munu þrýsta okkur til baka.“ „Við munum halda áfram að reyna verjast eins og við gerðum og ætluðum að gera á móti þeim í fyrri leiknum. Við gerðum það bara illa, við viljum gera svipaða hluti og reyna bara að bæta þá og gera þá betur. Ég held að planið sem slíkt hefði getað virkað ef við hefðum bara gert hlutina aðeins betur. Svo verður það bara að koma í ljós á morgun.“ Um árangur KR í Evrópu „Ég er náttúrlega búinn að spila svo marga Evrópuleiki, undanfarin ár hafa ekki gengið vel hjá okkur. Við erum búnir að lenda á móti Celtic tvisvar og Molde tvisvar og það eru erfiðir leikir. Við höfum svo sem ekki farið vel út úr því og maður hefur prófað að liggja til baka, maður hefur prófað að breyta um kerfi. Við höfum prófað að pressa inn á milli. Það hefur ekki gengið, maður verður að vera trúr sínu og reyna að spila sinn eigin leik. Ekki hugsa allt of mikið um andstæðinginn, engu að síður vitum við að við þurfum að verjast betur.“ Kennie Chopart í leik gegn Celtic árið 2020.Ian MacNicol/Getty Images „Varnarleikurinn sem við spiluðum og höfum spilað á að ganga. Við þurfum bara að gera það mikið betur heldur en við höfum verið að gera. Þora líka að hafa boltann meira, eins og í fyrri leiknum á móti Pogón vorum við rosalega fljótir að missa boltann eftir að við unnum hann og gerðum rosalega lítið við hann sérstaklega í fyrri hálfleik.“ „Það var kannski smá hræðsla og við þjálfararnir búnir að setja leikinn upp á ákveðinn hátt. Stundum þegar maður segir einhverja hluti þá er það tekið full bókstaflega. Við þorðum ekki alveg að setja boltann niður á jörðina og spila. Hefðum mátt gera meira af því, það voru alveg möguleikar.“ Hafa enn trú „Auðvitað höfum við trú á því, auðvitað langar okkur að komast áfram, við þurfum að vinna 3-0, við vitum að það verður mjög erfitt en í fótbolta getur allt gerst. Það getur komið rautt spjald eftir fimm mínútur, þá breytast leikir. Við viljum bara reyna að gera betur en við gerðum síðast.“ „Mikilvægt að við náum í stig, eitt eða þrjú. Það skiptir máli fyrir okkur sem félag safna stigum í baráttunni um að vera á betri stað þegar dregið er næst. Að sama skapi hjálpa íslensku liðunum í að safna punktum í þetta allt saman þannig að íslensku liðin fái kannski betri drætti þegar dregið er, vera í efri styrkleikaflokkun heldur en í neðri. Eins og við vorum núna, það skiptir miklu máli fyrir að komast aðeins lengra í keppnunum og fá betri leiki.“ Að endingu var Rúnar spurður út í lið gestanna. „Kamil Grosicki, númer11 á vinstri vængnum. Pólskur landsliðsmaður sem er búinn að spila á Englandi og víðar. Hann er kannski þeirra hættulegasti sóknarvopn. Vinstri vængurinn þeirra var mjög öflugur að þræða sig í gegn. Vinstri bakvörðurinn þeirra líka, Luís Mata.“ „Sá sem er að spila fremstur á miðju hjá þeim Sebastian Kowalczyk. Þannig að vinstri vængurinn þeirra Luis Mata, Grosicki og Kowalczyk, þeir voru að tengja mjög vel saman.“ „Þetta er nánast sama lið, sama byrjunarlið og spilaði flesta leiki hjá þeim í deildinni hjá þeim í fyrra, litlar breytingar. Eina breytingin er þjálfarinn og hann er gera mjög svipaða hluti og fyrri þjálfari, ekki miklar áherslubreytingar. Þetta er bara ofboðslega vel þjálfað lið. Þeir eru með Spánverja, Austuríkismann, Grikkja og Pólverja í vörninni. Pólskan landsliðsmann á kantinum, Brasilíumann á hægri kantinum, Serba frammi og svo þrjá Pólverja á miðjunni. Þetta eru allt hörku leikmenn.“ „Ósáttir með að tapa svona stórt.“ „Við erum samt sem áður ósáttir við að tapa svona stórt en þetta er smá munur á atvinnumönnunum og okkur sem erum hér heima. Hlutirnir ganga aðeins hraðar, sendingarnar eru fastari, hreyfingin og tímasetningin á hlaupum hjá þeim er betri en hjá okkur. Sést kannski best á því í leiknum, að þegar við náum boltanum þá erum við í smá veseni með að ná honum bara niður á jörðina og spila honum.“ „Það er meiri hraði í spilinu hjá þeim þar sem leikmennirnir eru topp klassa atvinnumenn. Þetta er hörku lið sem er búið að lenda núna tvö ár í röð í 3.sæti í pólsku deildinni sem er mjög sterk deild,“ sagði Rúnar að lokum. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira