Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 12:16 óundirbúnað fyrirspurnir á Alþingi vegna sölunnar á Íslandsbanka Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins. Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór.
Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira