Miklir skógareldar og hiti í Portúgal Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 19:31 Garðslangan má síns lítils gegn eldunum en fólk reynir allt til að bjarga heimilum sínum. Þessi mynd var tekin í Figueiras skammt frá Leiria í mið-Portúgal. AP/Joao Henriques Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið. Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus. Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus.
Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira