Sara Björk: Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina Árni Jóhannsson skrifar 14. júlí 2022 19:44 Sara Björk dúndrar boltanum í leiknum við Ítali í dag Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að vonum ekki ánægð með úrslit leiksins þó það sé jákvætt að liðið sé taplaust þegar hér er komið við sögu á EM í fótbolta. Sara hefur átt betri leiki í búning íslenska liðsins en var brött fyrir komandi verkefni þrátt fyrir 1-1 jafnteflið á móti Ítalíu. „Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
„Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn