Laugavegshlaupið fer fram á laugardag: 650 manns hlaupa 55 kílómetra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 12:30 Laugavegurinn. ÍBR Eitt sinn þótti það afrek að hlaupa maraþon en nú eru 650 manns skráð til leiks í Laugavegshlaupið en þar er hlaupið yfir fjöll og firnindi. Fer hlaupið fram í 26. skipti. Alls eru 650 galvaskir skráðir til leiks í hlaipið sem hefst í Landmannalaugum á morgun, laugardag. Um er að ræða 417 karlar og 233 konur. Hlauparar koma alls staðar að úr heiminum, en um 30 prósent eru af erlendu bergi brotin. Erlendu keppendurnir koma frá 32 mismunandi þjóðernum, en flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og lýkur í Húsdal í Þórsmörk. Laugavegurinn er ein fjölfarnasta og vinsælasta gönguleiðin um íslensk öræfi. Venjan er að ganga leiðina á fjórum dögum en met hlaupatími í karlaflokki á Þorbergur Ingi Jónsson, hljóp hann á þremur klukkustundum og 59 mínútum. Í kvennaflokki á Andra Kolbeinsdóttir metið en hún setti það á síðasta ári er hún hljóp á fjórum klukkustundum og 55 mínútum. Varð hún þar með fyrst kvenna að klára hlaupið á undir fimm klukkustundum. Mikil aðsókn var í hlaupið í ár, en tekið var upp nýtt skráningarkerfi þar sem stigahæstu hlaupararnir komust inn og aðrir fóru í lottó. Skráning fyrir 2023 hefst svo 3. nóvember, en þá þurfa allir hlauparar að hafa 390 ITRA stig til að komast í lottóið. Búist er við spennandi keppni í ár þar sem margir af bestu hlaupurum landsins mæta til leiks, þar á meðal Arnar Pétursson sem fer í sitt fyrsta Laugavegshlaup, en hann hefur aldrei tekið þátt í utanvegahlaupi lengra en 26 kílómetra. Andrew Douglas sigurvegarinn frá því í fyrra mætir aftur til leiks og verður spennandi að sjá hvort hann vinni annað árið í röð. Þá mætir Kris Brown frá Bandaríkjunum til leiks í fyrsta Laugavegshlaupið sitt en hann er reyndur Ultra hlaupari og gæti veitt Arnari og Andrew mikla keppni. Í kvennaflokki er Andrea Kolbeinsdóttir fremst í flokki, en hún hljóp sitt fyrsta Laugavegshlaup í fyrra. Candice Schneider frá Bandaríkjunum hefur náð góðum árangri í fjölda hlaupa og verður gaman að sjá hana í íslenskum aðstæðum. Hlaup Laugavegshlaupið Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira
Alls eru 650 galvaskir skráðir til leiks í hlaipið sem hefst í Landmannalaugum á morgun, laugardag. Um er að ræða 417 karlar og 233 konur. Hlauparar koma alls staðar að úr heiminum, en um 30 prósent eru af erlendu bergi brotin. Erlendu keppendurnir koma frá 32 mismunandi þjóðernum, en flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og lýkur í Húsdal í Þórsmörk. Laugavegurinn er ein fjölfarnasta og vinsælasta gönguleiðin um íslensk öræfi. Venjan er að ganga leiðina á fjórum dögum en met hlaupatími í karlaflokki á Þorbergur Ingi Jónsson, hljóp hann á þremur klukkustundum og 59 mínútum. Í kvennaflokki á Andra Kolbeinsdóttir metið en hún setti það á síðasta ári er hún hljóp á fjórum klukkustundum og 55 mínútum. Varð hún þar með fyrst kvenna að klára hlaupið á undir fimm klukkustundum. Mikil aðsókn var í hlaupið í ár, en tekið var upp nýtt skráningarkerfi þar sem stigahæstu hlaupararnir komust inn og aðrir fóru í lottó. Skráning fyrir 2023 hefst svo 3. nóvember, en þá þurfa allir hlauparar að hafa 390 ITRA stig til að komast í lottóið. Búist er við spennandi keppni í ár þar sem margir af bestu hlaupurum landsins mæta til leiks, þar á meðal Arnar Pétursson sem fer í sitt fyrsta Laugavegshlaup, en hann hefur aldrei tekið þátt í utanvegahlaupi lengra en 26 kílómetra. Andrew Douglas sigurvegarinn frá því í fyrra mætir aftur til leiks og verður spennandi að sjá hvort hann vinni annað árið í röð. Þá mætir Kris Brown frá Bandaríkjunum til leiks í fyrsta Laugavegshlaupið sitt en hann er reyndur Ultra hlaupari og gæti veitt Arnari og Andrew mikla keppni. Í kvennaflokki er Andrea Kolbeinsdóttir fremst í flokki, en hún hljóp sitt fyrsta Laugavegshlaup í fyrra. Candice Schneider frá Bandaríkjunum hefur náð góðum árangri í fjölda hlaupa og verður gaman að sjá hana í íslenskum aðstæðum.
Hlaup Laugavegshlaupið Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira