England setur nýtt markamet á EM eftir annan stórsigurinn í röð Atli Arason skrifar 15. júlí 2022 21:30 Bethany Mead er komin með fimm mörk á EM og nálgast markametið. Thor Wegner/Getty Images England kórónaði frábæra frammistöðu í A-riðli Evrópumótsins með 5-0 sigri á Norður-Írlandi í kvöld. England skoraði 14 mörk í riðlinum en fékk ekkert á sig. Englendingar skoruðu fyrsta markið á 41. mínútu þegar Francesca Kriby náði frákastinu af marktilraun Lauren Hemp og smellti boltanum innanfótar upp í samskeytin á marki Norður-Írlands. Bethany Mead tvöfaldaði forskot Englands einungis fjórum mínútum síðar. Boltinn datt þá fyrir Mead sem tók laglega á móti honum inn í vítateig andstæðinganna, lék á Rebecca McKenna í vörn Norður-Íra og rúllaði knettinum snyrtilega framhjá markverðinum Jacqueline Burns. Mead var þar með búin að skora mark í öllum þremur leikjum mótsins til þessa. Var þetta jafnframt fimmta mark Mead á EM sem er því aðeins einu marki frá markameti Þjóðverjans Inka Grings sem stendur í sex mörkum. Englendingar bættu við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks þegar hann var einungis þriggja mínútna gamall. Markahrókurinn Bethany Mead átti þá góða fyrirgjöf af hægri væng sem rataði beint á kollinn á Alessia Russo sem þurfti einungis að stýra knettinum í netið framhjá Burns sem stóð hreyfingarlaus á marklínunni. Russo, sem kom inn á leikvöllinn sem varamaður í leikhléinu bætti við fjórða marki Englands á 53. mínútu. Ella Toone átti þá fasta sendingu í lappir Russo sem tók frábæran snúning í fyrstu snertingu sinni og afgreiðslan var ekkert síðri, fast skot niður í fjærhornið. Kelsie Burrows, leikmaður Norður-Írlands, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu þegar hún stýrði fyrirgjöf Mead í eigið net. Var það fimmta og síðasta mark leiksins en einnig 14 mark Englands í riðlakeppni EM, sem er nýtt met. Norður-Írland spilar ekki meira á EM í ár en England leikur í 8-liða úrslitum næsta miðvikudag gegn annaðhvort Spán eða Danmörku, sem eigast við annað kvöld. 12 - Alessia Russo scored England’s third goal just 132 seconds after coming onto the pitch, while the Lionesses have now scored 12 goals at the 2022 Women’s Euros, the most on record in the group stages at a single edition (previously 11 for Germany in 2001). Records. pic.twitter.com/xA1Xl9efLt— OptaJoe (@OptaJoe) July 15, 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Noregur fór að hátta og England skoraði átta Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu. 11. júlí 2022 21:05 Noregur úr leik á EM Austurríki fer áfram í 8-liða úrslit á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Noregi. Þær norsku eru næst sigursælasta lið Evrópumótsins á eftir Þýskalandi en komast ekki upp úr riðli sínum, annað Evrópumótið í röð. 15. júlí 2022 21:00
England kórónaði frábæra frammistöðu í A-riðli Evrópumótsins með 5-0 sigri á Norður-Írlandi í kvöld. England skoraði 14 mörk í riðlinum en fékk ekkert á sig. Englendingar skoruðu fyrsta markið á 41. mínútu þegar Francesca Kriby náði frákastinu af marktilraun Lauren Hemp og smellti boltanum innanfótar upp í samskeytin á marki Norður-Írlands. Bethany Mead tvöfaldaði forskot Englands einungis fjórum mínútum síðar. Boltinn datt þá fyrir Mead sem tók laglega á móti honum inn í vítateig andstæðinganna, lék á Rebecca McKenna í vörn Norður-Íra og rúllaði knettinum snyrtilega framhjá markverðinum Jacqueline Burns. Mead var þar með búin að skora mark í öllum þremur leikjum mótsins til þessa. Var þetta jafnframt fimmta mark Mead á EM sem er því aðeins einu marki frá markameti Þjóðverjans Inka Grings sem stendur í sex mörkum. Englendingar bættu við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks þegar hann var einungis þriggja mínútna gamall. Markahrókurinn Bethany Mead átti þá góða fyrirgjöf af hægri væng sem rataði beint á kollinn á Alessia Russo sem þurfti einungis að stýra knettinum í netið framhjá Burns sem stóð hreyfingarlaus á marklínunni. Russo, sem kom inn á leikvöllinn sem varamaður í leikhléinu bætti við fjórða marki Englands á 53. mínútu. Ella Toone átti þá fasta sendingu í lappir Russo sem tók frábæran snúning í fyrstu snertingu sinni og afgreiðslan var ekkert síðri, fast skot niður í fjærhornið. Kelsie Burrows, leikmaður Norður-Írlands, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu þegar hún stýrði fyrirgjöf Mead í eigið net. Var það fimmta og síðasta mark leiksins en einnig 14 mark Englands í riðlakeppni EM, sem er nýtt met. Norður-Írland spilar ekki meira á EM í ár en England leikur í 8-liða úrslitum næsta miðvikudag gegn annaðhvort Spán eða Danmörku, sem eigast við annað kvöld. 12 - Alessia Russo scored England’s third goal just 132 seconds after coming onto the pitch, while the Lionesses have now scored 12 goals at the 2022 Women’s Euros, the most on record in the group stages at a single edition (previously 11 for Germany in 2001). Records. pic.twitter.com/xA1Xl9efLt— OptaJoe (@OptaJoe) July 15, 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Noregur fór að hátta og England skoraði átta Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu. 11. júlí 2022 21:05 Noregur úr leik á EM Austurríki fer áfram í 8-liða úrslit á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Noregi. Þær norsku eru næst sigursælasta lið Evrópumótsins á eftir Þýskalandi en komast ekki upp úr riðli sínum, annað Evrópumótið í röð. 15. júlí 2022 21:00
Noregur fór að hátta og England skoraði átta Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu. 11. júlí 2022 21:05
Noregur úr leik á EM Austurríki fer áfram í 8-liða úrslit á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Noregi. Þær norsku eru næst sigursælasta lið Evrópumótsins á eftir Þýskalandi en komast ekki upp úr riðli sínum, annað Evrópumótið í röð. 15. júlí 2022 21:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti