Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R.-KA 0-5 | Þægilegt hjá KA í Breiðholti Sindri Már Fannarsson skrifar 17. júlí 2022 18:33 Nökkvi Þeyr Þórisson. Vísir/Hulda Margrét KA unnu Leikni 0-5 á Domusnovavellinum í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Elfar Árni Aðalsteinsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Sveinn Margeir Hauksson og Nökkvi Þeyr Þórisson, sem skoraði tvö, sáu um mörkin. Leikurinn fór hægt af stað en það var strax ljóst að KA-menn ætluðu sér ekki að fá þrjú mörk á sig eins og í síðustu umferð. Akureyringar leyfðu Breiðhyltingum að stjórna spili fyrstu mínútur leiksins en tóku svo yfir þegar leið á fyrri hálfleikinn. Eftir fyrstu 15 mínúturnar eða svo var þetta algjör einstefna í átt að marki Leiknismanna. Fyrsta markið kom eftir 23 mínútna leik, þá átti Ásgeir Sigurgeirsson sendingu inn á teiginn af hægri kanti. Nökkvi Þeyr Þórisson kom á fleygiferð inn í svæðið og smellhitti boltann í fyrstu snertingu, lagði hann fallega í hægra hornið. Einungis tveimur mínútum síðar skoruðu KA-menn aftur eftir undirbúning af hægri kantinum. Hrannar Björn Steingrímsson gaf boltann inní og Elfar Árni Aðalsteinsson vann skallabaráttuna og skallaði í fjærhornið. KA menn héldu svo áfram að sækja linnulaust út fyrri hálfleikinn en þó án árangurs. Það hægðist á leiknum í byrjun seinni hálfleiks og leikurinn virtist vera að róast aðeins niður. Eftir um 10 mínútna leik fær Brynjar Hlöðversson gult spjald eftir tæklingu á Nökkva Þeyr en nokkrum mínútum síðar skoruðu KA-menn þriðja markið. Hrannar Björn Steingrímsson gaf stungusendingu inn fyrir vörnina á Ásgeir Sigurgeirsson sem smurði boltanum í hægra hornið, framhjá Viktori Frey. Þremur mínútum síðar skoraði Nökkvi Þeyr Þórisson annað markið sitt í leiknum og kom Akureyringum í 0-4. Klaufaskapur í vörn Leiknismanna olli því að hann var ódekkaður með boltann inni í teig og skoraði úr góðu færi. Tveimur mínútum síðar skoraði Sveinn Margeir Hauksson fimmta og síðasta mark leiksins, en það var alls ekki síst. Sveinn bar boltann upp allan völlinn, sólaði tvo Leiknismenn á miðjum velli, kom sér fyrir fyrir utan teig og lét vaða. Eitt af mörkum sumarsins, án nokkurs vafa. Liðin skiptust á færum það sem eftir lifði leiks og áttu bæði lið góða sénsa. Undir lok leiks fékk Brynjar Hlöðversson að líta seinna gula spjaldið og var rekinn af velli, verðskuldað spjald eftir brot rétt fyrir utan vítateig. KA-menn höfðu tekið fótinn aðeins af bensíngjöfinni, Ásgeir Sigurgeirsson átti reyndar skalla í stöng í uppbótartíma en leikurinn fjaraði að lokum út. Af hverju vann KA? KA-menn yfirspiluðu Leiknismenn allan leikinn. Þeir byrjuðu aftarlega en færðu sig ofar þegar leið á leikinn og Leiknir átti engin svör við sóknum KA. Aftur og aftur fundu KA-menn smugur í vörninni hjá Leikni og spiluðu framherja sína lausa innan teigs. Breiðhyltingar mega í raun prísa sig sæla að hafa ekki tapað með meiri mun. Hverjir stóðu upp úr? KA-liðið átti nánast fullkominn leik. Sóknarmennirnir voru frábærir sem og miðjumenn og bakverðir, einnig átti Kristijan Jajalo flottan leik í markinu og á hann stærsta þáttinn í því að halda hreinu, því vissulega fengu Leiknismenn einhver færi. Nökkvi Þeyr var frábær og sömuleiðis Ásgeir Sigurgeirsson, en það var Sveinn Margeir Hauksson sem stal senunni með fimmta marki KA-manna. Ótrúlegt en satt átti Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis einnig fínan leik, án hans hefðu mörkin verið fleiri. Hvað gekk illa? Varnarleikur Leiknismanna. Vörnin var bitlaus og virkaði nokkuð óskipulögð, aftur og aftur voru ódekkaðir Akureyringar inni í teig Breiðhyltinga sem fengu opin skotfæri. Ef ekki hefði verið fyrir fínar vörslur Viktors Freys inn á milli hefði munurinn verið enn meiri. „Hefði mátt vera stærra“ Igor Bjarni Kostic, aðstoðarþjálfari KA, mætti í viðtal í stað Arnars Grétarssonar. „Við vinnum síðasta leik og þá höldum við bara áfram að senda mig í viðtal, svo við vinnum fleiri leiki“, sagði Igor Bjarni Kostic, aðstoðarþjálfari KA, í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Frábær frammistaða, við erum ótrúlega sáttir með sigurinn. Ótrúlega sáttir með mörkin. Ótrúlega sáttir með framlagið frá öllum, einbeitinguna. Við áttum þetta fullkomlega skilið, hefði mátt vera stærra“. Lokamarkið hjá Sveini Margeiri kom Igor ekki á óvart. „Hann á þetta til, við höfum séð þetta áður og það er einstaklega gaman að sjá þetta í dag í leik, ekki bara á æfingu“. „Þeir hefðu getað skorað 10 í viðbót“ „Maður er bara lítill í sér eins og Leiknisliðið var í dag. Ekki góð tilfinning. Við byrjuðum leikinn ágætlega og erum svo klaufar í einhverju uppspili og þeir vinna boltann og skora á okkur og við erum litlir í okkur og KA-menn voru frábærir og hlaupa gjörsamlega yfir okkur í dag“, sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis í viðtali við Vísi eftir leik. Sigurður var ekki nógu ánægður með færanýtingu sinna manna. „Við hefðum getað skorað einhver mörk en þeir hefðu getað skorað 10 í viðbót. Það er svekkjandi að við virðumst þurfa helvíti mörg færi til þess að skora mörk. Það er svona einhvernveginn sagan okkar í sumar.“ Honum fannst einnig svekkjandi að missa Brynjar Hlöðversson út af í lok leiks. „Þetta var í þriðja skiptið í leiknum sem við erum að hreinsa og spörkum bara beint í þá og þetta er bara klaufagangur. Þetta var bara einhvernveginn saga leiksins. Mjög týpískt miðað við hvað gekk á hérna í dag“, sagði Sigurður. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík KA
KA unnu Leikni 0-5 á Domusnovavellinum í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Elfar Árni Aðalsteinsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Sveinn Margeir Hauksson og Nökkvi Þeyr Þórisson, sem skoraði tvö, sáu um mörkin. Leikurinn fór hægt af stað en það var strax ljóst að KA-menn ætluðu sér ekki að fá þrjú mörk á sig eins og í síðustu umferð. Akureyringar leyfðu Breiðhyltingum að stjórna spili fyrstu mínútur leiksins en tóku svo yfir þegar leið á fyrri hálfleikinn. Eftir fyrstu 15 mínúturnar eða svo var þetta algjör einstefna í átt að marki Leiknismanna. Fyrsta markið kom eftir 23 mínútna leik, þá átti Ásgeir Sigurgeirsson sendingu inn á teiginn af hægri kanti. Nökkvi Þeyr Þórisson kom á fleygiferð inn í svæðið og smellhitti boltann í fyrstu snertingu, lagði hann fallega í hægra hornið. Einungis tveimur mínútum síðar skoruðu KA-menn aftur eftir undirbúning af hægri kantinum. Hrannar Björn Steingrímsson gaf boltann inní og Elfar Árni Aðalsteinsson vann skallabaráttuna og skallaði í fjærhornið. KA menn héldu svo áfram að sækja linnulaust út fyrri hálfleikinn en þó án árangurs. Það hægðist á leiknum í byrjun seinni hálfleiks og leikurinn virtist vera að róast aðeins niður. Eftir um 10 mínútna leik fær Brynjar Hlöðversson gult spjald eftir tæklingu á Nökkva Þeyr en nokkrum mínútum síðar skoruðu KA-menn þriðja markið. Hrannar Björn Steingrímsson gaf stungusendingu inn fyrir vörnina á Ásgeir Sigurgeirsson sem smurði boltanum í hægra hornið, framhjá Viktori Frey. Þremur mínútum síðar skoraði Nökkvi Þeyr Þórisson annað markið sitt í leiknum og kom Akureyringum í 0-4. Klaufaskapur í vörn Leiknismanna olli því að hann var ódekkaður með boltann inni í teig og skoraði úr góðu færi. Tveimur mínútum síðar skoraði Sveinn Margeir Hauksson fimmta og síðasta mark leiksins, en það var alls ekki síst. Sveinn bar boltann upp allan völlinn, sólaði tvo Leiknismenn á miðjum velli, kom sér fyrir fyrir utan teig og lét vaða. Eitt af mörkum sumarsins, án nokkurs vafa. Liðin skiptust á færum það sem eftir lifði leiks og áttu bæði lið góða sénsa. Undir lok leiks fékk Brynjar Hlöðversson að líta seinna gula spjaldið og var rekinn af velli, verðskuldað spjald eftir brot rétt fyrir utan vítateig. KA-menn höfðu tekið fótinn aðeins af bensíngjöfinni, Ásgeir Sigurgeirsson átti reyndar skalla í stöng í uppbótartíma en leikurinn fjaraði að lokum út. Af hverju vann KA? KA-menn yfirspiluðu Leiknismenn allan leikinn. Þeir byrjuðu aftarlega en færðu sig ofar þegar leið á leikinn og Leiknir átti engin svör við sóknum KA. Aftur og aftur fundu KA-menn smugur í vörninni hjá Leikni og spiluðu framherja sína lausa innan teigs. Breiðhyltingar mega í raun prísa sig sæla að hafa ekki tapað með meiri mun. Hverjir stóðu upp úr? KA-liðið átti nánast fullkominn leik. Sóknarmennirnir voru frábærir sem og miðjumenn og bakverðir, einnig átti Kristijan Jajalo flottan leik í markinu og á hann stærsta þáttinn í því að halda hreinu, því vissulega fengu Leiknismenn einhver færi. Nökkvi Þeyr var frábær og sömuleiðis Ásgeir Sigurgeirsson, en það var Sveinn Margeir Hauksson sem stal senunni með fimmta marki KA-manna. Ótrúlegt en satt átti Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis einnig fínan leik, án hans hefðu mörkin verið fleiri. Hvað gekk illa? Varnarleikur Leiknismanna. Vörnin var bitlaus og virkaði nokkuð óskipulögð, aftur og aftur voru ódekkaðir Akureyringar inni í teig Breiðhyltinga sem fengu opin skotfæri. Ef ekki hefði verið fyrir fínar vörslur Viktors Freys inn á milli hefði munurinn verið enn meiri. „Hefði mátt vera stærra“ Igor Bjarni Kostic, aðstoðarþjálfari KA, mætti í viðtal í stað Arnars Grétarssonar. „Við vinnum síðasta leik og þá höldum við bara áfram að senda mig í viðtal, svo við vinnum fleiri leiki“, sagði Igor Bjarni Kostic, aðstoðarþjálfari KA, í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Frábær frammistaða, við erum ótrúlega sáttir með sigurinn. Ótrúlega sáttir með mörkin. Ótrúlega sáttir með framlagið frá öllum, einbeitinguna. Við áttum þetta fullkomlega skilið, hefði mátt vera stærra“. Lokamarkið hjá Sveini Margeiri kom Igor ekki á óvart. „Hann á þetta til, við höfum séð þetta áður og það er einstaklega gaman að sjá þetta í dag í leik, ekki bara á æfingu“. „Þeir hefðu getað skorað 10 í viðbót“ „Maður er bara lítill í sér eins og Leiknisliðið var í dag. Ekki góð tilfinning. Við byrjuðum leikinn ágætlega og erum svo klaufar í einhverju uppspili og þeir vinna boltann og skora á okkur og við erum litlir í okkur og KA-menn voru frábærir og hlaupa gjörsamlega yfir okkur í dag“, sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis í viðtali við Vísi eftir leik. Sigurður var ekki nógu ánægður með færanýtingu sinna manna. „Við hefðum getað skorað einhver mörk en þeir hefðu getað skorað 10 í viðbót. Það er svekkjandi að við virðumst þurfa helvíti mörg færi til þess að skora mörk. Það er svona einhvernveginn sagan okkar í sumar.“ Honum fannst einnig svekkjandi að missa Brynjar Hlöðversson út af í lok leiks. „Þetta var í þriðja skiptið í leiknum sem við erum að hreinsa og spörkum bara beint í þá og þetta er bara klaufagangur. Þetta var bara einhvernveginn saga leiksins. Mjög týpískt miðað við hvað gekk á hérna í dag“, sagði Sigurður. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.