Er það ekki bara frábært að vinna eftir sjötugt! Maríanna H. Helgadóttir skrifar 15. júlí 2022 14:01 Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3219. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt. Í mati yfirvalda um áhrif þessara lagabreytingar er ýmislegt kortlagt líkt og áhrif á fjármuni ríkissjóðs, áhrif á mönnun heilbrigðisstofnana og áhrif á heilbrigðisþjónustu við almenning en engin kortlagning á sér stað um áhrif þessarar breytinga á réttarstöðu starfsfólksins sem hefur möguleika á að ráða sig til starfa eftir sjötugt. Grunnhugsun í þessari breytingu er að koma í veg fyrir mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. Hvað orsakar þennan mönnunarvanda? Hvers vegna er mikið af heilbrigðisstarfsfólki sem kýs að vinna ekki á heilbrigðisstofnun? Er það vegna álags í starfi? Er það vegna þess að vinnuaðstæður eru ófullnægjandi? Er það vegna þess að launakjörin eru of lág? Þegar stórt er spurt þá er lítið um svör. Mikilvægt er að vita hvers vegna mannekla er á heilbrigðisstofnunum áður en gripið er til svona ráðstafana til að bjarga sér fyrir horn varðandi manneklu á heilbrigðisstofnunum. Fram kemur að í stað þess að breyta heilbrigðislögunum væri hægt að breyta starfsmannalögunum nr. 70/1996 en það væri mun flóknara. Því er ákveðið að fara þessa leið og breyta ákvæðum í lögum um heilbrigðisstarfsmenn um heimild heilbrigðisstofnana til að ráða starfsfólk lengur en til sjötugs. Af hverju er sú aðgerð flóknari? Er verið að takmarka réttarstöðu starfsfólks sem er eldra en 70 ára? Á það starfsfólk að vera í tímavinnu? Fram kemur í þessu skjali að ekki verður hægt að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa í aðalstarf eftir 70 ára aldur samkvæmt starfsmannalögum. Það væri mun skynsamlegra að setja almenna heimild í starfsmannalögin sem heimilar atvinnurekendum almennt að ráða starfsfólk til starfa eftir sjötugt en mikilvægt er að réttindi og launakjör séu tryggð með sama hætti og starfsfólks 70 ára og yngra. Það þarf að vera tryggt að starfsfólk eldra en 70 ára geti greitt í lífeyrissjóð, það þarf að vera greiðsluskylda á atvinnurekendum að greiða mótframlag í lífeyrissjóð, það er nefnilega þannig að skylduaðild að lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs. Hvernig áformar ríkið að standa að þessu? Á að auglýsa öll störf? Á að gera nýjan ráðningarsamning þó viðkomandi sé í starfi hjá tiltekinni stofnun? Fær aðeins sumt starfsfólk að halda áfram störfum eftir geðþóttaákvörðun stjórnenda stofnana? Hvaða starfshlutfall verður í boði? Verður starfsfólk í vaktavinnu áfram undanþegið næturvöktum? Þurfa þau að vera í 100% starfi? Mun annað launakerfi ná til þess starfsfólks? Er þetta ásættanleg breyting? Er þetta rétta leiðin? Mögulega eru aðrar stofnanir hins opinbera að glíma við mönnunarvanda eða skort á starfsfólki með sérþekkingu og því er ekki rétt að einblína eingöngu á heilbrigðisstarfsfólk. Því væri best ef framkvæmdin yrði þannig að um væri að ræða almennan rétt starfsfólks til að ákveða það hvort það vildi vinna lengur en til 70 ára aldurs. Það á alls ekki að vera einvörðungu heimild atvinnurekanda á heilbrigðistofnun að ákveða að ráða starfsfólk eldra en sjötugt til starfa. Það verður einnig að vera tryggt að réttarstaða og launakjör þeirra sem ráðnir eru til starfa eftir 70 ára aldur séu að lágmarki þau sömu og réttindi annarra launþega 70 ára og yngri. Það er alveg óviðunandi að launakjör þeirra sem eru í starfi hjá ríkinu séu á einhvern hátt lakari en þeirra sem eru 70 ára og yngri. Af hverju þarf að gera nýjan ráðningarsamning? Það er mjög sérkennilegt að gera þurfi nýjan ráðningarsamning við það starfsfólk sem vill halda áfram að starfa eftir sjötugt. Eðli málsins samkvæmt ætti að framlengja fyrri ráðningarsamningi sé hann til staðar. Ákjósanlegra væri ef atvinnurekanda væri skylt að senda starfsfólki bréf með þriggja mánaða fyrirvara um að viðkomandi verði sagt upp störfum við 70 ára aldur, nema að skrifleg tilkynning berist stofnuninni, innan mánaðar, um að viðkomandi vilji halda áfram störfum og þá til hvaða aldurs. Ég tel það mjög skynsamlegt að starfsfólki sé veittur réttur til sveigjanlegra starfsloka en það má aldrei bitna á réttindum þess. Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga sem er annað stærsta aðildarfélagið innan Bandalags háskólamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3219. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt. Í mati yfirvalda um áhrif þessara lagabreytingar er ýmislegt kortlagt líkt og áhrif á fjármuni ríkissjóðs, áhrif á mönnun heilbrigðisstofnana og áhrif á heilbrigðisþjónustu við almenning en engin kortlagning á sér stað um áhrif þessarar breytinga á réttarstöðu starfsfólksins sem hefur möguleika á að ráða sig til starfa eftir sjötugt. Grunnhugsun í þessari breytingu er að koma í veg fyrir mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. Hvað orsakar þennan mönnunarvanda? Hvers vegna er mikið af heilbrigðisstarfsfólki sem kýs að vinna ekki á heilbrigðisstofnun? Er það vegna álags í starfi? Er það vegna þess að vinnuaðstæður eru ófullnægjandi? Er það vegna þess að launakjörin eru of lág? Þegar stórt er spurt þá er lítið um svör. Mikilvægt er að vita hvers vegna mannekla er á heilbrigðisstofnunum áður en gripið er til svona ráðstafana til að bjarga sér fyrir horn varðandi manneklu á heilbrigðisstofnunum. Fram kemur að í stað þess að breyta heilbrigðislögunum væri hægt að breyta starfsmannalögunum nr. 70/1996 en það væri mun flóknara. Því er ákveðið að fara þessa leið og breyta ákvæðum í lögum um heilbrigðisstarfsmenn um heimild heilbrigðisstofnana til að ráða starfsfólk lengur en til sjötugs. Af hverju er sú aðgerð flóknari? Er verið að takmarka réttarstöðu starfsfólks sem er eldra en 70 ára? Á það starfsfólk að vera í tímavinnu? Fram kemur í þessu skjali að ekki verður hægt að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa í aðalstarf eftir 70 ára aldur samkvæmt starfsmannalögum. Það væri mun skynsamlegra að setja almenna heimild í starfsmannalögin sem heimilar atvinnurekendum almennt að ráða starfsfólk til starfa eftir sjötugt en mikilvægt er að réttindi og launakjör séu tryggð með sama hætti og starfsfólks 70 ára og yngra. Það þarf að vera tryggt að starfsfólk eldra en 70 ára geti greitt í lífeyrissjóð, það þarf að vera greiðsluskylda á atvinnurekendum að greiða mótframlag í lífeyrissjóð, það er nefnilega þannig að skylduaðild að lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs. Hvernig áformar ríkið að standa að þessu? Á að auglýsa öll störf? Á að gera nýjan ráðningarsamning þó viðkomandi sé í starfi hjá tiltekinni stofnun? Fær aðeins sumt starfsfólk að halda áfram störfum eftir geðþóttaákvörðun stjórnenda stofnana? Hvaða starfshlutfall verður í boði? Verður starfsfólk í vaktavinnu áfram undanþegið næturvöktum? Þurfa þau að vera í 100% starfi? Mun annað launakerfi ná til þess starfsfólks? Er þetta ásættanleg breyting? Er þetta rétta leiðin? Mögulega eru aðrar stofnanir hins opinbera að glíma við mönnunarvanda eða skort á starfsfólki með sérþekkingu og því er ekki rétt að einblína eingöngu á heilbrigðisstarfsfólk. Því væri best ef framkvæmdin yrði þannig að um væri að ræða almennan rétt starfsfólks til að ákveða það hvort það vildi vinna lengur en til 70 ára aldurs. Það á alls ekki að vera einvörðungu heimild atvinnurekanda á heilbrigðistofnun að ákveða að ráða starfsfólk eldra en sjötugt til starfa. Það verður einnig að vera tryggt að réttarstaða og launakjör þeirra sem ráðnir eru til starfa eftir 70 ára aldur séu að lágmarki þau sömu og réttindi annarra launþega 70 ára og yngri. Það er alveg óviðunandi að launakjör þeirra sem eru í starfi hjá ríkinu séu á einhvern hátt lakari en þeirra sem eru 70 ára og yngri. Af hverju þarf að gera nýjan ráðningarsamning? Það er mjög sérkennilegt að gera þurfi nýjan ráðningarsamning við það starfsfólk sem vill halda áfram að starfa eftir sjötugt. Eðli málsins samkvæmt ætti að framlengja fyrri ráðningarsamningi sé hann til staðar. Ákjósanlegra væri ef atvinnurekanda væri skylt að senda starfsfólki bréf með þriggja mánaða fyrirvara um að viðkomandi verði sagt upp störfum við 70 ára aldur, nema að skrifleg tilkynning berist stofnuninni, innan mánaðar, um að viðkomandi vilji halda áfram störfum og þá til hvaða aldurs. Ég tel það mjög skynsamlegt að starfsfólki sé veittur réttur til sveigjanlegra starfsloka en það má aldrei bitna á réttindum þess. Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga sem er annað stærsta aðildarfélagið innan Bandalags háskólamanna.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun