Herra Réttlæti settur af sem bæjarstjóri vegna eiturlyfjamisferlis Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2022 15:00 Bærinn Cabra del Santo Cristo í Andalúsíu Wikimedia Commons Bæjarstjóri í litlum bæ á Spáni hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að stórtækum eiturlyfjahring sem teygir anga sína um 4 héruð Spánar. Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um. Spánn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um.
Spánn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira