Leggja loksins ljósleiðara í Vestmannaeyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júlí 2022 16:32 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband. Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún. Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira