Innlent

Keppandi í Lauga­vegs­hlaupinu slappur og sóttur með þyrlu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti keppanda í Laugavegshlaupinu í dag eftir keppandinn hafði komið að drykkjarstöðinni í Emstrum. Þar var tekin ákvörðun að hann gæti ekki haldið áfram.

Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi hlaupsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan keppandans.

Hún segir þó að hlaupið í dag hafi almennt gengið mjög vel og að veðurspáin hafi sem betur fer haft rangt fyrir sér en spáð var vonskuveðri.

„Veðrið sýndi sínar bestu hliðar í hlaupinu og hlauparar töluðu um fínar hlaupaaðstæður,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Andrea og Arnar unnu Lauga­vegs­hlaupið

Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×