Með nóg á prjónunum en einbeitir sér að sjóböðunum í bili Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2022 20:42 Skúli Mogensen er stofnandi sjóbaðanna í Hvammsvík í Hvalfirði, sem opnuðu formlega í dag. Samsett Sjóböðin í Hvammsvík í Hvalfirði voru formlega opnuð í dag en böðin eru byggð í kringum gömlu náttúrulaugina í fjöruborðinu í Hvammsvík og samanstanda af átta misheitum laugum. Sjóböðin nýju eru hugarfóstur athafnamannsins Skúla Mogensen, sem stofnaði fyrirtækið og hefur unnið að opnun baðanna ásamt fjölskyldu sinni. Hvammsvíkurböðin eru aðeins fyrir tólf ára og eldri - og ekki er hægt að njóta baðanna nema bóka aðgang fyrirfram á netinu. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir alllöngu síðan, hér í gömlu lauginni sem er orðin tíu ára gömul. Við erum búin að rölta um svæðið endalaust og njóta verunnar hér, því það er alltaf gott veður í heitri laug,“ segir Skúli Mogensen, inntur eftir því hvernig hugmyndin að sjóböðunum hafi kviknað. Sýnt var frá opnunardegi sjóbaðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Baðlón, sjóböð og heitar laugar hafa sprottið upp eins og gorkúlur á landinu síðustu ár. Skúli segir böðin í Hvammsvík þó hafa ákveðna sérstöðu. „Við höfum staðinn viljandi töluvert minni heldur en gengur og gerist og leyfum náttúrunni þannig að njóta sín og gestir fá kannski meira næði,“ segir Skúli. Hvammsvíkurböðin verða opin daglega frá klukkan 11-22. Aðgangur í böðin kostar á bilinu 6.900-7.900 krónur en verð er breytilegt eftir tíma dags sem pantað er og vikudegi. Skúli segir bókanir hafa farið virkilega vel af stað og stöðugur straumur gesta hafi verið í böðin í allan dag. Inntur eftir því hvort hann sé með fleiri verkefni á prjónunum segir hann nóg framundan. „En við ætlum nú að einbeita okkur að sjóböðunum og Hvammsvíkinni og halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem hér er hafin og vonandi fær fólk að njóta þess áfram,“ segir Skúli. Kjósarhreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Sjóböðin nýju eru hugarfóstur athafnamannsins Skúla Mogensen, sem stofnaði fyrirtækið og hefur unnið að opnun baðanna ásamt fjölskyldu sinni. Hvammsvíkurböðin eru aðeins fyrir tólf ára og eldri - og ekki er hægt að njóta baðanna nema bóka aðgang fyrirfram á netinu. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir alllöngu síðan, hér í gömlu lauginni sem er orðin tíu ára gömul. Við erum búin að rölta um svæðið endalaust og njóta verunnar hér, því það er alltaf gott veður í heitri laug,“ segir Skúli Mogensen, inntur eftir því hvernig hugmyndin að sjóböðunum hafi kviknað. Sýnt var frá opnunardegi sjóbaðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Baðlón, sjóböð og heitar laugar hafa sprottið upp eins og gorkúlur á landinu síðustu ár. Skúli segir böðin í Hvammsvík þó hafa ákveðna sérstöðu. „Við höfum staðinn viljandi töluvert minni heldur en gengur og gerist og leyfum náttúrunni þannig að njóta sín og gestir fá kannski meira næði,“ segir Skúli. Hvammsvíkurböðin verða opin daglega frá klukkan 11-22. Aðgangur í böðin kostar á bilinu 6.900-7.900 krónur en verð er breytilegt eftir tíma dags sem pantað er og vikudegi. Skúli segir bókanir hafa farið virkilega vel af stað og stöðugur straumur gesta hafi verið í böðin í allan dag. Inntur eftir því hvort hann sé með fleiri verkefni á prjónunum segir hann nóg framundan. „En við ætlum nú að einbeita okkur að sjóböðunum og Hvammsvíkinni og halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem hér er hafin og vonandi fær fólk að njóta þess áfram,“ segir Skúli.
Kjósarhreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira