Með nóg á prjónunum en einbeitir sér að sjóböðunum í bili Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2022 20:42 Skúli Mogensen er stofnandi sjóbaðanna í Hvammsvík í Hvalfirði, sem opnuðu formlega í dag. Samsett Sjóböðin í Hvammsvík í Hvalfirði voru formlega opnuð í dag en böðin eru byggð í kringum gömlu náttúrulaugina í fjöruborðinu í Hvammsvík og samanstanda af átta misheitum laugum. Sjóböðin nýju eru hugarfóstur athafnamannsins Skúla Mogensen, sem stofnaði fyrirtækið og hefur unnið að opnun baðanna ásamt fjölskyldu sinni. Hvammsvíkurböðin eru aðeins fyrir tólf ára og eldri - og ekki er hægt að njóta baðanna nema bóka aðgang fyrirfram á netinu. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir alllöngu síðan, hér í gömlu lauginni sem er orðin tíu ára gömul. Við erum búin að rölta um svæðið endalaust og njóta verunnar hér, því það er alltaf gott veður í heitri laug,“ segir Skúli Mogensen, inntur eftir því hvernig hugmyndin að sjóböðunum hafi kviknað. Sýnt var frá opnunardegi sjóbaðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Baðlón, sjóböð og heitar laugar hafa sprottið upp eins og gorkúlur á landinu síðustu ár. Skúli segir böðin í Hvammsvík þó hafa ákveðna sérstöðu. „Við höfum staðinn viljandi töluvert minni heldur en gengur og gerist og leyfum náttúrunni þannig að njóta sín og gestir fá kannski meira næði,“ segir Skúli. Hvammsvíkurböðin verða opin daglega frá klukkan 11-22. Aðgangur í böðin kostar á bilinu 6.900-7.900 krónur en verð er breytilegt eftir tíma dags sem pantað er og vikudegi. Skúli segir bókanir hafa farið virkilega vel af stað og stöðugur straumur gesta hafi verið í böðin í allan dag. Inntur eftir því hvort hann sé með fleiri verkefni á prjónunum segir hann nóg framundan. „En við ætlum nú að einbeita okkur að sjóböðunum og Hvammsvíkinni og halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem hér er hafin og vonandi fær fólk að njóta þess áfram,“ segir Skúli. Kjósarhreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Sjóböðin nýju eru hugarfóstur athafnamannsins Skúla Mogensen, sem stofnaði fyrirtækið og hefur unnið að opnun baðanna ásamt fjölskyldu sinni. Hvammsvíkurböðin eru aðeins fyrir tólf ára og eldri - og ekki er hægt að njóta baðanna nema bóka aðgang fyrirfram á netinu. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir alllöngu síðan, hér í gömlu lauginni sem er orðin tíu ára gömul. Við erum búin að rölta um svæðið endalaust og njóta verunnar hér, því það er alltaf gott veður í heitri laug,“ segir Skúli Mogensen, inntur eftir því hvernig hugmyndin að sjóböðunum hafi kviknað. Sýnt var frá opnunardegi sjóbaðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Baðlón, sjóböð og heitar laugar hafa sprottið upp eins og gorkúlur á landinu síðustu ár. Skúli segir böðin í Hvammsvík þó hafa ákveðna sérstöðu. „Við höfum staðinn viljandi töluvert minni heldur en gengur og gerist og leyfum náttúrunni þannig að njóta sín og gestir fá kannski meira næði,“ segir Skúli. Hvammsvíkurböðin verða opin daglega frá klukkan 11-22. Aðgangur í böðin kostar á bilinu 6.900-7.900 krónur en verð er breytilegt eftir tíma dags sem pantað er og vikudegi. Skúli segir bókanir hafa farið virkilega vel af stað og stöðugur straumur gesta hafi verið í böðin í allan dag. Inntur eftir því hvort hann sé með fleiri verkefni á prjónunum segir hann nóg framundan. „En við ætlum nú að einbeita okkur að sjóböðunum og Hvammsvíkinni og halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem hér er hafin og vonandi fær fólk að njóta þess áfram,“ segir Skúli.
Kjósarhreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira