Út að borða vopnaður sveðju og klæddur stunguvesti Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2022 08:32 Lögreglan stóð í ýmsu í gærkvöldi, þar á meðal þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum. Vísir/Kolbeinn Tumi Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglunnar. Meðal annars þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum, nokkrir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása. Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni í Hlíðum sem var grunaður um brot á vopnalögum. Samkvæmt dagbók lögreglu var lagt hald á rafstuðkylfu mannsins og tekin skýrsla. Tæpum þremur tímum síðar þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni á veitingastað í Miðborginni sem var klæddur í stunguvesti og vopnaður sveðju. Maðurinn var handtekinn og kærður fyrir brot á vopnalögum en var síðan látinn laus. Lögreglan lagði bæði hald á stunguvestið og hnífinn. Í hverfi 201 í Kópavoginum var tilkynnt um þjófnað á rútufelgum og dekkjum en sá sem tilkynnti glæpinn sá þjófinn aka af vettvangi. Samkvæmt dagbók lögreglu er málið í rannsókn. Nokkrir handteknir vegna líkamsárása Laust fyrir fimm í morgun var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Um svipað leyti í morgun voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir vegna gruns um líkamsárásir í miðborginni. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ekki sé búið að bóka upplýsingar varðandi árásarþola. Margir að keyra of hratt og einhverjir ölvaðir Nokkrar bifreiðar voru stöðvaðir í Grafarvogi vegna gruns um ölvun ökumanns. Þar af hafði einn farið á 114 kílómetra hraða þar sem 80 kílómetra hámarkshraði gilti. Samkvæmt dagbók lögreglu var sá grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Á Vesturlandsvegi voru fjórar bifreiðar stöðvarðar eftir hraðamælinu en allir fjórir ökumannanna fóru meira en 30 kílómetrum á klukkustund fram úr hámarkshraða. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni í Hlíðum sem var grunaður um brot á vopnalögum. Samkvæmt dagbók lögreglu var lagt hald á rafstuðkylfu mannsins og tekin skýrsla. Tæpum þremur tímum síðar þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni á veitingastað í Miðborginni sem var klæddur í stunguvesti og vopnaður sveðju. Maðurinn var handtekinn og kærður fyrir brot á vopnalögum en var síðan látinn laus. Lögreglan lagði bæði hald á stunguvestið og hnífinn. Í hverfi 201 í Kópavoginum var tilkynnt um þjófnað á rútufelgum og dekkjum en sá sem tilkynnti glæpinn sá þjófinn aka af vettvangi. Samkvæmt dagbók lögreglu er málið í rannsókn. Nokkrir handteknir vegna líkamsárása Laust fyrir fimm í morgun var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Um svipað leyti í morgun voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir vegna gruns um líkamsárásir í miðborginni. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ekki sé búið að bóka upplýsingar varðandi árásarþola. Margir að keyra of hratt og einhverjir ölvaðir Nokkrar bifreiðar voru stöðvaðir í Grafarvogi vegna gruns um ölvun ökumanns. Þar af hafði einn farið á 114 kílómetra hraða þar sem 80 kílómetra hámarkshraði gilti. Samkvæmt dagbók lögreglu var sá grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Á Vesturlandsvegi voru fjórar bifreiðar stöðvarðar eftir hraðamælinu en allir fjórir ökumannanna fóru meira en 30 kílómetrum á klukkustund fram úr hámarkshraða.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira