Fótbolti

Sjáðu markið sem tryggði Spánverjum sæti í 8-liða úrslitum

Atli Arason skrifar
Aitana Bonmati var besti leikmaður leiksins gegn Danmörku.
Aitana Bonmati var besti leikmaður leiksins gegn Danmörku. Getty Images

Spánverjar mæta Englendingum í 8-liða úrslitum á EM í Englandi eftir 1-0 sigur gegn Danmörku í gær.

Spánverjar enduðu í öðru sæti B-riðls á eftir Þjóðverjum sem unnu Finna á sama tíma, 3-0. Leikur Spánar og Danmerkur í gær var hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið myndi mæta Englendingum í 8-liða úrslitum. Sigurmarkið lét bíða eftir sér en það kom ekki fyrr en á 90. mínútu leiksins.

Spánverjin Aitana Bonmatí og Þjóðverjinn Linda Dallmann voru valdar bestu leikmenn vallarins í leikjunum tveimur í gær. UEFA tók saman smá klippu með því helsta frá þeim tveim í gær

Þjóðverjar skoruðu þrjú gegn Finnum. Sophia Kleinherne skoraði fyrsta mark leiksins eftir fallegt samspil Þjóðverja í aðdraganda marksins sem má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Danir úr leik á EM eftir tap gegn Spánverjum

Danir, sem fóru í úrslit á síðasta Evrópumóti, eru úr leik á EM í ár eftir tap gegn Spánverjum í lokaleik B-riðils gegn Spánverjum, 1-0. Ísland og Svíþjóð eru einu norðurlandaþjóðirnar eftir á EM.

Þjóðverjar klára B-riðill með fullt hús stiga

Þjóðverjar voru ekki í vandræðum og unnu öruggan 3-0 sigur á lánlausu lið Finna í lokaleik liðanna í B-riðli á EM í Englandi. Þýskaland var fyrir þennan leik búið að tryggja sér efsta sæti B-riðils og Finnland átti engan möguleika á því að komast upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×