Markverðirnir sluppu loksins allar ómeiddar í gegnum æfingar liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 17:07 Cecilía Rán Rúnarsdóttir datt út rétt fyrir mót en kom aftur til móts við hópinn eftir aðgerð í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Það er mjög góð staða á leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins fyrir stóra prófið á móti Frökkum annað kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur byrjað blaðamannafundinn fyrir tvo síðustu leiki Íslands á EM í Englandi á því að segja frá óförum markvarða liðsins. Tveir markverðir hafa nefnilega meiðst á æfingum rétt fyrir leiki liðsins, fyrst Cecilía Rán Rúnarsdóttir fyrir Belgíuleikinn og svo Telma Ívarsdóttir fyrir leikinn á móti Ítalíu. Engir útileikmenn liðsins hafa verið að glíma við alvarleg meiðsli á þessu móti og markvarðarstaðan því hættulegasta staðan í liðinu. Mjög leiðinlegt fyrir þær Cecilíu Rán og Telmu en á móti hafa þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir fengið tækifæri á að koma inn í hópinn í þeirra stað. Sem betur fer kórónaði Þorsteinn ekki þrennuna í kvöld því hann slapp við það að segja fjölmiðlamönnum frá enn einum markmannsmeiðslunum á blaðamannafundi fyrir Frakklandsleikinn sem fer fram á morgun. Þær þrjár sem eftir standa eru sem betur fer allar klárar í slaginn á móti Frökkum. „Það eru allar heilar og allar klárar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson um stöðuna á leikmannahópnum og hann var einnig ánægður með líkamlegu stöðuna á leikmönnum. „Mjög ánægður með það. Það eru allar raunverulega í góðu lagi og engin með eitthvað smáhnjask eða eitthvað svoleiðis. Allar í toppstandi,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur byrjað blaðamannafundinn fyrir tvo síðustu leiki Íslands á EM í Englandi á því að segja frá óförum markvarða liðsins. Tveir markverðir hafa nefnilega meiðst á æfingum rétt fyrir leiki liðsins, fyrst Cecilía Rán Rúnarsdóttir fyrir Belgíuleikinn og svo Telma Ívarsdóttir fyrir leikinn á móti Ítalíu. Engir útileikmenn liðsins hafa verið að glíma við alvarleg meiðsli á þessu móti og markvarðarstaðan því hættulegasta staðan í liðinu. Mjög leiðinlegt fyrir þær Cecilíu Rán og Telmu en á móti hafa þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir fengið tækifæri á að koma inn í hópinn í þeirra stað. Sem betur fer kórónaði Þorsteinn ekki þrennuna í kvöld því hann slapp við það að segja fjölmiðlamönnum frá enn einum markmannsmeiðslunum á blaðamannafundi fyrir Frakklandsleikinn sem fer fram á morgun. Þær þrjár sem eftir standa eru sem betur fer allar klárar í slaginn á móti Frökkum. „Það eru allar heilar og allar klárar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson um stöðuna á leikmannahópnum og hann var einnig ánægður með líkamlegu stöðuna á leikmönnum. „Mjög ánægður með það. Það eru allar raunverulega í góðu lagi og engin með eitthvað smáhnjask eða eitthvað svoleiðis. Allar í toppstandi,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira