Þorsteinn var spurður út í frídaginn hjá sér og stelpunum og það var enginn róluvöllur hjá honum í þetta skiptið eins og í aðdraganda Ítalíuleiksins.
„Ég fór reyndar ekki á róluvöll í gær. Ég hitti fjölskylduna og hafði bara gaman með barnabarninu mínu og allt það. Ég naut mín í gær,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi í Rotherham í kvöld.
„Þetta er fyrsti frídagurinn okkar síðan við fórum frá Íslandi þar sem hefur verið alveg frí. Við töldum það bara vera gríðarlega mikilvægt fyrir hópinn að fara út úr þessum umhverfi og fá að gera það sem þær vildu innan ákveðna marka,“ sagði Þorsteinn.
„Ég bað þær um að njóta sína. Einu frídagar okkar fótboltalega séð hafa verið ferðadagar. Við mátum það þannig að við yrðum að gefa leikmönnum frí þannig að þeir fengju svona andrými. Líka fyrir fólkið í kring að það fengi andrými aðeins og tækifæri til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ sagði Þorsteinn.
„Vonandi bara skilar það sér á morgun og að þetta verði frábær dagur hjá okkur,“ sagði Þorsteinn.