Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 15:31 Þorsteinn Halldórsson á æfingu liðsins í Rotherham í gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira