Bjóða kennurum fúlgur fjár til að fara til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2022 15:17 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér skóla í Kharkiv-héraði, sem stórskemmdist í árás Rússa. AP/Evgeniy Maloletka Yfirvöld í Rússlandi hafa boðið rússneskum kennurum fúlgur fjár fyrir að fara til Úkraínu og undirbúa kennslu úkraínskra barna á yfirráðasvæði Rússa. Rússar leggja mikið kapp á að tryggja yfirráð sín á þessum svæðum. Rússneskir kennarar hafa fengið skilaboð um að mánaðarlaun þeirra í Úkraínu yrðu allt að sexföld hefðbundin laun kennara í Rússlandi. Þau þyrftu að fara til Zaporizhzhia- og Kherson-héraða yfir sumarið og undirbúa grunnskóla þar fyrir komandi vetur, samkvæmt frétt Washington Post. Var því heitið að þessi svæði í Úkraínu sem um ræðir væru örugg. Einn viðmælandi WP sagði kennara þó átta sig á því að ferðir til Úkraínu hefðu ekkert gott í för með sér. Þrátt fyrir að fundu blaðamenn miðilsins vísbendingar um að fjölmargir kennarar úr einu héraði Rússlands hefðu samþykkt að fara til Úkraínu. Annar viðmælandi Washington Post sagðist ætla að fara. Hann hefði engu að tapa þar sem hann væri skilinn og börn hans gengin úr grasi. Hann gæti því starfað lengi í Úkraínu og sérstaklega fyrir svo góð laun. Vilja Rússavæða Úkraínu Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Sergei Kravtsov, menntamálaráðherra Rússlands, sagði á fundi í lok júní að það væri gífurlega mikilvægt að hafa áhrif á menntun barna. Það væri nauðsynlegt að „leiðrétta“ menntun barna í Úkraínu. Hann hafði áður sagt Rússa staðráðna í að kenna úkraínskum börnum sögu Úkraínu og Rússlands frá sjónarhóli Rússa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Rússneskir kennarar hafa fengið skilaboð um að mánaðarlaun þeirra í Úkraínu yrðu allt að sexföld hefðbundin laun kennara í Rússlandi. Þau þyrftu að fara til Zaporizhzhia- og Kherson-héraða yfir sumarið og undirbúa grunnskóla þar fyrir komandi vetur, samkvæmt frétt Washington Post. Var því heitið að þessi svæði í Úkraínu sem um ræðir væru örugg. Einn viðmælandi WP sagði kennara þó átta sig á því að ferðir til Úkraínu hefðu ekkert gott í för með sér. Þrátt fyrir að fundu blaðamenn miðilsins vísbendingar um að fjölmargir kennarar úr einu héraði Rússlands hefðu samþykkt að fara til Úkraínu. Annar viðmælandi Washington Post sagðist ætla að fara. Hann hefði engu að tapa þar sem hann væri skilinn og börn hans gengin úr grasi. Hann gæti því starfað lengi í Úkraínu og sérstaklega fyrir svo góð laun. Vilja Rússavæða Úkraínu Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Sergei Kravtsov, menntamálaráðherra Rússlands, sagði á fundi í lok júní að það væri gífurlega mikilvægt að hafa áhrif á menntun barna. Það væri nauðsynlegt að „leiðrétta“ menntun barna í Úkraínu. Hann hafði áður sagt Rússa staðráðna í að kenna úkraínskum börnum sögu Úkraínu og Rússlands frá sjónarhóli Rússa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30
Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42
Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39