Þrettánfaldir úkraínskir meistarar krefja FIFA um sjö milljarða í skaðabætur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 16:30 Shaktar Donetsk krefur FIFA um skaðabætur. Milos Bicanski/Getty Images Úkraínska knattspyrnufélagið Shaktar Donetsk hefur krafið alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um tæpa sjö milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Félagið segist hafa orðið af tekjum eftir ákvörðun FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að segja upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk lið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins. Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins.
Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira