Heimsbyggðin þurfi að velja: „Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. júlí 2022 22:26 Skógareldar geisa nú til að mynda í suðvesturhluta Frakklands. AP/SDIS Hundruð skógarelda brenna víðs vegar um Evrópu í mikilli hitabylgju sem orðið hefur fjölda fólks að aldurtila og valdið gríðarlegu tjóni. Samgöngur lömuðust um stóran hluta Bretlandseyja í dag og Luton flugvelli var lokað. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina á krossgötum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fleiri lönd glíma nú við ofsahita. Hitamet hafa fallið hver á fætur öðru og fjöldi skógarelda geisa í Frakklandi, Portúgal, á Grikklandi og Spáni. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og í Portúgal og á Spáni hafa að minnsta kosti þúsund manna látist vegna hitans undanfarna daga. „Þegar að ég fór að heiman þá loguðu eldar víða í landinu mínu. Meira en 20 þúsund hektarar hafa brunnið á síðustu þremur dögum,“ sagði Teresa Ribera, loftslags- og umhverfismálaráðherra Spánar, á loftslagsráðstefnu í Berlín í dag. „Nú geisa fleiri en 36 virkir skógareldar af fyrstu gráðu í landinu. Í tíu daga hefur hiti að degi til verið yfir 40 stig,“ sagði hún enn fremur. Norðar í álfunni hefur hitabylgjan einnig gert vart við sig. Rauð hitaviðvörun tók í fyrsta sinn gildi á Bretlandseyjum í dag og gildir út morgundaginn. Hitinn í Lundúnum var mestur 37 gráður í dag. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Yfirvöld beindu því til fólks að vera sem minnst á ferðinni. Þá hafði hitinn gríðarleg áhrif á samgöngur en á Luton flugvelli var öllum ferðum aflýst þar sem malbik á flugbrautin. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli á loftlagsráðstefnunni í Berlín. „Met féllu í styrk gróðurhúsalofttegunda, hæð yfirborðs sjávar og sjávarhita. Helmingur mannkyns býr á hættusvæðum þar sem hamfaraflóð, þurrkar, óðastormar og skógareldar geisa. Engin þjóð fer varhluta af þessu,“ sagði Guterres. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum.“ Loftslagsmál Bretland Spánn Tengdar fréttir Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05 „Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fleiri lönd glíma nú við ofsahita. Hitamet hafa fallið hver á fætur öðru og fjöldi skógarelda geisa í Frakklandi, Portúgal, á Grikklandi og Spáni. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og í Portúgal og á Spáni hafa að minnsta kosti þúsund manna látist vegna hitans undanfarna daga. „Þegar að ég fór að heiman þá loguðu eldar víða í landinu mínu. Meira en 20 þúsund hektarar hafa brunnið á síðustu þremur dögum,“ sagði Teresa Ribera, loftslags- og umhverfismálaráðherra Spánar, á loftslagsráðstefnu í Berlín í dag. „Nú geisa fleiri en 36 virkir skógareldar af fyrstu gráðu í landinu. Í tíu daga hefur hiti að degi til verið yfir 40 stig,“ sagði hún enn fremur. Norðar í álfunni hefur hitabylgjan einnig gert vart við sig. Rauð hitaviðvörun tók í fyrsta sinn gildi á Bretlandseyjum í dag og gildir út morgundaginn. Hitinn í Lundúnum var mestur 37 gráður í dag. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Yfirvöld beindu því til fólks að vera sem minnst á ferðinni. Þá hafði hitinn gríðarleg áhrif á samgöngur en á Luton flugvelli var öllum ferðum aflýst þar sem malbik á flugbrautin. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli á loftlagsráðstefnunni í Berlín. „Met féllu í styrk gróðurhúsalofttegunda, hæð yfirborðs sjávar og sjávarhita. Helmingur mannkyns býr á hættusvæðum þar sem hamfaraflóð, þurrkar, óðastormar og skógareldar geisa. Engin þjóð fer varhluta af þessu,“ sagði Guterres. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum.“
Loftslagsmál Bretland Spánn Tengdar fréttir Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05 „Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05
„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32
Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59
Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18